Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 55
tóku þátt í sundkeppni í Þýzkalandi i okt. Hand-
knattleiksflokkur Fimleikafélags Hafnarfjarðar keppti
i Þýzlcalandi i nóvember og var sigursæll.
Erlendir iþróttamenn tóku þátt í ýmsum mótum á
íslandi. Þýzkt handknattleikslið keppti í Rvik i april.
Tékkneskt knattspyrnulið keppti hér á landi í júni.
Rússneskir iþróttamenn tóku þátt i iþróttamóti i Rvík
i júní. 1. og 2. júli var i Rvik háð landskeppni milli
íslendinga og Dana i frjálsiþróttum, og sigruðu ís-
lendingar með 116 stigum gegn 95. Finnskir frjáls-
íþróttamenn kepptu á móti í Rvik i júli. 8. júli var
háður í Rvík landsleikur i knattspyrnu milli íslend-
inga og Norðmanna, og sigruðu Norðmenn 3:0. Yar
þetta fyrsti kappleikur, sem háður var á hinum nýja
grasvelli i Laugardal. 10. júli var háður i Rvik lands-
leikur i knattspyrnu milli íslendinga og Dana, og
unnu Danir 6:2. 12. júlí var i Rvík háður knattspyrnu-
leikur milli Norðmanna og Dana, og sigruðu Norð-
menn 3:1. Rússneskt knattspyrnulið keppti i Rvík i
ágúst. Flokkur færeyskra handknattleikskvenna keppti
á íslandi i ágúst. Landsleikur í knattspyrnu milli Is-
lendinga og Frakka var háður í Rvík 1. sept., og unnu
Frakkar 5:1. Landsleikur i knattspyrnu milli íslend-
inga og Relga var háður i Rvik 4. sept., og unnu
Relgar 5:2,
Samnorræn sundkeppni fór fram frá 15. mai til 15.
sept. Voru úrslitin birt 1. nóv. Hér á landi syntu
24.631 eða 15,2% íbúanna. Eyjólfur Jónsson úr Rvik
synti Drangeyjarsund 13. júli. Guðmundur Gislason
setti 10 ný íslandsmet í sundi á árinu.
Almenn skiðaganga fór fram á timabilinu frá 3.
marz til 30. april, og skyldi ganga 4 km. Rúmlega
23.000 manns eða um 14% landsmanna þreyttu göng-
una. Mest var þátttakan i Ólafsfirði, 66,5%. Skiða-
landsmót íslands var háð á Akureyri i april.
Knattspyrnufélag Akraness varð íslandsmeistari í
knattspyrnu.
(53)