Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 52
lækni í BúSardalshéraði, veitt lausn frá embætti. 26.
sept. var Sigurði Sigurðssyni, sýslumanni i Skaga-
fjarðarsýslu og bæjarfógeta á Sauðárkróki, veitt
lausn frá embætti. 7. okt. var Baldri Jónssyni, héraðs-
lækni i Þórshafnarhéraði, veitt lausn frá embætti.
16. nóv. var Einari Ástráðssyni, héraðslækni í Kefla-
víkurhéraði, veitt lausn frá embætti. 25. nóv. var
Henriki Linnet, héraðslækni í Hvolshéraði, veitt
lausn frá embætti.
[31. des. 1956 var Ingólfi Guðmundssyni veitt lausn
frá embætti verðgæzlustjóra.]
Fornleifarannsóknir. Haldið var áfram að grafa
upp fornar bæjarrústir á Hofi i Öræfum. Nýtt þak
var byggt yfir rústirnar á Stöng i Þjórsárdal.
Fulltrúar erlendra ríkja. 13. febr. afhenti H. B.
Hirschfeld forseta íslands skilríki sín sem ambassador
sambandslýðveldisins Þýzkalands. 28. maí afhenti
A. Morski skilriki sín sem sendiherra Póllands. 8. júni
afhenti A. G. Gilchrist skilríki sem sendiherra Stóra-
Bretlands. 27. júlí afhenti L. Bebritz skilríki sín sem
sendiherra Ungverjalands. 21. ág. afhenti O. Seifert
skilriki sín sem sendiherra Sviss. 15. ágúst var pólsku
ræðismannsskrifstofunni i Bvik breytt i sendiráð, og
veitti M. Gumkowski sendiráðinu forstöðu sem chargé
d’affaires. 5. nóv. afhenti J. do S. X. B. Rodrigues
skilríki sín sem sendiherra Portúgals. 27. nóv. afhenti
dr. R. Montoro skilríki sín sem sendiherra Kúbu.
Ýmsar breytingar urðu á starfsliði hinna erlendu
sendiráða.
27. febr. var Jóhann Þorkelsson viðurkenndur vara-
ræðismaður Dana á Akureyri. 5. júli var Hallgrímur Fr.
Hallgrimsson viðurkenndur aðalræðismaður Kanada
á Islandi. 29. júlí var Georg Pálsson viðurkenndur
vararæðismaður Norðmanna á Siglufirði. 20. des. var
Othar Ellingsen skipaður ræðismaður Norðmanna i
Rvík.
Heilbrigðismál. Inflúenza gekk um haustið. Var
(50)