Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 37
Þegar farið er aftur í tímann, sýna hraunin lengi
vel enga stórvægilega breytingu frá því sem nú er,
segulskautið vék aldrei mikið frá pólnum. En þegar
kemur að vissum mörkum fyrst á isaldarskeiðinu,
kvartertímanum, verður stórbreyting. Að visu liggur
segulásinn enn nærri jarðmöndli, en það hafa orðið
skipti á segulskautunum! Þar sem áður var norður-
póll er nú suðurpóll. Norðurpóll frjálsrar nálar
hefði ekki vitað hér á landi í norður og bratt niður,
eins og nú, heldur suður og bratt upp: Það varð
umpólun í segulsviði jarðar.
Bezta tímasetningin á þessum atburði fæst með at-
hugunum i Frakklandi, þar sem aldur hrauna frá
þessum tíma er hægt að marka greinilega af dýra-
leifum i millilögum hraunanna. Umpólunin varð sam-
kvæmt þvi eftir Villafranchia en fyrir Sikileyjar-
skeiðið, en þetta þýðir mjög snemma á ísaldartím-
anum. Niðurstöður i Japan og hér á landi benda og í
sömu átt. Til glöggvunar fyrir lesendur má segja,
að liðin sé um hálf milljón ára frá umpóluninni, en
athuga ber, að talan er byggð á áætlunum en ekki
mælingum. Einnig má benda á, að elztu þekktu leifar
mannsins eru af svipuðum aldri. Til hægðarauka
er sagt, að pólunin sé rétt eins og hún er nú, en verði
öfug við umpólun, þótt báðar stefnur sviðsins virðist
raunar jafnréttháar.
Skeið hinnar öfugu pólunar stóð ekki sérlega lengi
og við komum aftur að mörkum i jarðlögunum þar
sem ný umpólun verður, sviðið hefur aftur verið rétt.
Og þannig heldur þetta svo áfram niður i gegnum
jarðlög íslands, og þegar komið er niður í elztu lögin,
úöfum við farið 25—30 sinnum yfir slík segulmót
eða umpólanir.
Eldgosasaga íslands er löng og hún hefur á köfl-
um verið svo samfeild að ætla verður, að runa skeið-
anna með réttri og öfugri pólun á vixl hafi stundum
verið rituð liér óslitin í bergið. En á hinn bóginn er
(35)