Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Page 53
mörgum skólum lokað vegna hennar um mánaða-
mótin október—nóvember. Hafin var hér á landi
framleiðsla lyfja við inflúenzu.
Barnadeild tók til starfa við Landsspítalann.
Hjúkrunarfélagið Líkn í Rvik hætti störfum, en það
hafði starfað siðan 1915. Haldið var áfram bólusetn-
ingu við mænuveiki. Stofnuð var leitarstöð Krabba-
meinsfélags Reykjavikur til að reyna að finna krabba-
mein á frumstigi. Hafið var samstarf íslenzkra, banda-
rískra og japanskra visindamanna um rannsóknir á
magakrabba.
Heimsóknir. Danski rithöfundurinn Peter Freuchen
hélt fyrirlestra i Rvík í apríl. Bandariski rithöfund-
urinn Helen Keller kom til íslands í maí. Brezki sagn-
fræðingurinn Arnold J. Toynbee flutti í september
fyrirlestra hér á landi á vegum ríkisútvarpsins. Leik-
flokkur frá óperunni i Wiesbaden í Þýzkalandi sýndi
óperuna Cosi fan tutti í Rvík í nóvember.
Iðnaður. Hækkandi reksturskostnaður og skortur á
rekstursfé bagaði íslenzkan iðnað nokkuð, svo og
skortur á húsnæði til iðnaðar. Nefnd, sem skipuð
var árið 1956 til að rannsaka húsnæðisþörf iðnaðar-
ins, lauk störfum.
Áburður frá áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var
seldur til Spánar fyrir 2,7 millj. kr. Unnið var af
kappi að sementsverksmiðjunni á Akranesi. Verk-
smiðja, sem framleiðir rafgeislahitunarplötur, tók
til starfa í Rvik. Talsvert kvað að skipasmiðum. Voru
smiðaðir hér á landi átta stórir fiskibátar. Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur hóf framleiðslu á bátum úr trefja-
plasti. Lokið var smið björgunarskipsins Alberts.
Naglaverksmiðjan i Borgarnesi var stækkuð og endur-
bætt. Plastverksmiðja tók til starfa á Eyrarbakka.
Kvikmyndaver tók til starfa í Rvík. Mikið kvað að
bókaútgáfu. Lithoprent i Rvik gaf út Guðbrands-
bibliu i mjög vandaðri ljósprentun.
Dr. Helgi Tómasson yfirlæknir fann upp nýja gerð
(51)