Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 85
á íslandi. MikiS var unnið að hafrannsóknum. Sam-
starf um hafrannsóknir hófst milli íslendinga og
Skota. Lánaði hafrannsóknastöðin i Edinborg rann-
sóknartæki hingaS til lands.
Norræn samvinna. Gústaf 6. Adolf Svíakonungur
og Louise drottning komu i opinbera heimsókn til
íslands dagana 29. júní til 2. júli. í fylgd með þeim
var utanríkisráðherra Svía.
Dagana 13.—15. júli kom Kekkonen Finnlandsfor-
seti og frú hans i opinbera heimsókn til íslands, og
var utanríkisráðherra Finna i fylgd með þeim. Forseta-
hjónin dvöldust hér á landi í nokkra daga, eftir að
hinni opinberu heimsókn lauk.
íslenzkir fulltrúar sátu fund Norðurlandaráðsins i
Helsinki i febrúar. Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu
hélt sýningar i júní á Gullna hliðinu i Osló og Khöfn.
Um 30 íslendingum var boðið til Noregs í júní „i
fótspor Egils Skailagrímssonar“. 17 þátttakendur i
vinabæjaferð Norræna félagsins dvöldust i Danmörku
i mánuð um sumarið. 15 norskir menntaskólakennarar
ferðuðust um ísland i júlí. Norskur leikflokkur sýndi
Brúðuheimili Ibsens víða á íslandi i júlí. Norræn
vinabæjamót voru i júlílok haldin á Akranesi og Siglu-
firði. Ráðsíefna höfuðborga Norðurlanda var haldin
i Rvik í ágúst. Fundur norræna þingmannasambands-
ins var haldinn i Rvík í ágústlok. Sænski rithöfund-
urinn Harry Martinsson flutti fyrirlestra hér á landi
í september.
Próf o. fl. Embættisprófi við Háskóla Islands luku
þessir menn:
í guðfræði: Ásgeir Ingibergsson, I. eink., 164% st.,
Páll Pálsson, II. eink. betri, 108% st.
Kennaraprófi i islenzkum fræðum luku: Sigurður
Friðþjófsson, II. eink. betri, 10,42, Vigdis Hansen, II.
eink. betri, 10,28.
Kandidatsprófi í sögu íslendinga með tveimur auka-
greinum luku: Bergsteinn Jónss., I. eink., 12,85, Egill
(83)