Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Page 31
beztu eiginleika, en vinza úr hina, sem óhagstæðir
eru. Oft hefur náttúran sjálf átt drýgstan þátt í kyn-
bótunum með náttúruúrvali á hæfustu einstaklingun-
um. Fyrir slíku úrvali verður tegund, sem ræktuð er
við nýja staðhætti. Verður hún fyrir nýjum áhrif-
um umhverfisins, frosthörku eða sjúkdómum, en ein-
staklingar innan hópsins eru misjafnlega hæfir til þess
að lifa undir hinum breyttu skilyrðum, og halda hinir
hæfustu velli. Til kynbóta á tegundinni er þvi auð-
veldast að nota þetta úrval náttúrunnar, og velja hina
hæfu einstaklinga til undaneldis, og nota þá til uppi-
stöðu á nýju og bættu afbrigði eftir tilhlýðilega inn-
víxlun og fjölgun.
Einn er sá misliti hópur jurta, sem auðveldlega
er fjölgað með kynlausri æxlun (deili-æxlun). Má
þar telja laukjurtir, ávaxtatré, kartöflujurtina og ýms-
ar skrautjurtir. Er sá kostur við kynbætur og ræktun
þessara jurta, að unnt er að fjölga arfblendnum ein-
staklingum og skapa þannig hóp jurta, sem allar eru
eins að eðli. Raunverulega er þetta allt ein og sama
jurtin eða kvistlingar (clone) af sama stofni. Er
hægt að nota hvern einstakling þessara jurta til fram-
ræktunar án þess að breytnig verði á erfðastofn-
inum. Efnivið til úrvals má hins vegar fá á venju-
legan hátt, með því að rækta nýja einstaklinga upp
af fræi þessara arfblendnu jurta. Auk þess kemur
það ekki ósjaldan fyrir að stökkbreytingar finnast
a hýði eða grein. Hafa þar átt sér stað erfðabreyt-
ingar i líkamsfrumum. Má kurla þessa líkamshluta,
ijölga þeim með græðlingum og fá þannig nýjar og
afbrigðilegar nytjajurtir. Séu t. d. hvitir blettir á
rauðu kartöfluhnýði, getur sá hluti hnýðisins gefið
af sér kartöflur með hvítum hýðislit. Og þannig hafa
f- d. fengizt fram margar ávaxtategundir og skraut-
jurtir.
(29)