Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Síða 40
einstaka litþræðir i hina ræktuðu hveitistofna, sem
bera gen fyrir ónæmi gegn ákveðnum sjúkdómum
t. d. ryðsveppi. Og jafnvel hefur það tekizt að fiytja
litþræði milli einstaklinga mismunandi tegunda og
jafnvel milli mismunandi ættkvísla. Er það einn þýð-
ingarmesti þáttur i kynbótum á korni i Bandaríkj-
unum að fá fram hveitistofna, sem eru ónæmir fyrir
ryðsveppi, en þess háttar ónæmisgen fyrirfinnast í
frumstæðum hveititegundum, seni sjálfar hafa lítið
hagnýtt gildi, en ónæmisgen þeirra má flytja yfir i
hina uppskerumikla hveitistofna.
Stökkbreytingar.
Meðal nytjajurta er að öllu jöfnu næg fjölbreytni
gena í erfðastofninum og náskyldum tegundum til
kynbóta á jurtinni. Meðal arfhreinna tegunda er úr-
valið mun minna en meðal arfblendinna tegunda og
gæti verið mikill hægðarauki við kynbætur á slikuni
jurtum, ef unnt væri að breyta aðeins einu ákveðnu
geni þeirra til bóta, án þess að raslta öðrum æski-
legum genum.
Árið 1927 komust erfðafræðingarnir Miiller og Stad-
ler að þvi, að unnt var að auka tíðni stökkbreytinga
með röntgengeislum. Síðan hafa ýmsar tegundir
geisla, ýmis efnasambönd og jafnvel aðeins hiti ver-
ið notaður til þess að framkalla stökkbreytingar
meðal jurta. Slíkum geislum og efnum verður ekki
stýrt þannig, að þeir breyti ákveðnum genum eftir
vild, en með þvi að geisla nógu mikinn fjölda ein-
staklinga, má fá fram ýmsar stökkbreytingar, <?n
velja síðan úr það sem hæft þykir. Flestar stökk-
breytingar, sem þannig eru framkallaðar raska bygS'
ingu einstaklingsins og rýra þroska hans. Þó hafa
komið fram stökkbreytingar, sem telja má til bóta,
og hafa einstaklingar með þeim einkennum verið
(34)