Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Qupperneq 41
notaðir við farmleiSslu á nýjum stofnum og afbrigS-
um. Þannig tókst ÞjóSverjum t. d. aS framkalla sætar
lúpinur meS því aSeins að nema burt með geislum
genið fyrir alkaloid-eiturefninu, sem er í hinni venju-
legu villtu lúpinu. ÖSrum hefur tekizt að auka strá-
styrkleika, bráðþroska, eggjahvitumagn og hökunar-
hæfni ýmissa korntegunda og styrkleika bastvefjar í
nýjum línafbrigðum, og nota þessa og aðra fram-
kallaða eiginleika til kynbóta. Hafa Sviar t. d. sett
á markaðinn afbrigði af ertum, mustarði og vor-raspi,
sem öll eru betrumbætt með geislunum.
Þannig hafa ýmsar grundvallarrannsóknir á genum
og litþráðum stuðlaS mjög að þekkingu manna á arf-
gengni nytjajurta og niðurstöður þeirra rannsókna
verið hagnýttar og þeim oft beitt við kynbætur.
Hafa fræðigreinar þessar, erfðafræðin og jurtakyn-
bætur, haldizt mjög i hendur. Eins hafa menn og
stuðzt við aðrar vísindagreinar við mat á hinum á-
kjósanlegu eiginleikum og beitt þeim greinum við
val og leit að bættum nytjajurtum. Má þar til nefna,
auk hinna ýmsu greina jurtafræðinnar, bæði skordýra-
fræði, efnafræði, eðlisfræði stærðfræði og síðan þær
fræðigreinar, sem lúta að neytandanum sjálfum. Við
kynbætur er nauðsynlegt, að þekking sé fyrir hendi
á eðli þeirrar jurtar, sem um er fjallað, og æxlunar-
háttum hennar. Eins er beitt ýmsum brögðum við
ræktun og meðhöndlun slíkra jurta, og krefst það starf
náinnar þekkingar á ýmsum greinum landbúnaðar.
Hér verður ekki unnt að gera neina ýtarlega grein
íyrir þeirri tækni, sem notuð er við kynbætur, né
Unnt að skýra frá þvi i einstökum atriðum hvaða
leiðum farið er eftir til þess að meta afburðaeigin-
leika einstaklinganna og velja þá úr hópi annarra.
Eins er það margbrotið viðfangsefni hvernig þess-
um einstaklingum er fjölgað þannig, að unnt sé að
§efa almenningi kost á að njóta uppskerunnar.
Þess skal þó aðeins getið, að ný afbrigði eru ræktuð
(35)