Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Síða 43
ekki nýtt það náttúruúrval, sem á sér stað við ræktun
jurtarinnar hér á landi. Þar sem fræseta er hér stopul
og oft erfiðleikum bundið að afla fræsins, hefur þessi
innflutningur haldizt fram á þennan dag. Er þó eðli-
legt að reynt sé að rækta þetta fræ hér á landi eða
að minnsta kosti hið kynbætta stofnfræ, er síðan mætti
senda utan til framhaldsræktunar.
Allmikið hefur verið unnið að kynbótum á íslenzk-
um grastegundum og rannsóknir gerðar á litþráðatölu
þeirra. Er hér um að ræða þýðingarmikið verkefni,
þar sem landbúnaður okkar íslendinga hvílir mjög
á grasrækt. Er mjög nauðsynlegt að bændur eigi
völ á að fá fræ af afurðamiklum og þolnum grasteg-
undum í sáðlönd sín. Hér á landi er inikill efniviður
til þeirra kynbóta. Er hér urmull af staðbrigðum
(ecotypes) sem islenzlt náttúra hefur skapað á um-
liðnum öldum. Það er starf þeirra sem við jurtakyn-
bætur fást að safna fjölda af þannig einstaklingum,
sem síðan eru bornir saman til frekari úrvals og
samvíxlunar. Má ætla, að gras, sem ræktað er upp
af þessum efnivið, verði frostþolnara og hæfi betur
íslenzkum staðháttum en það gras, sem nú er ræktað
árlega af erlendu fræi.
Að lokum skal minnast á gróðurhúsajurtir, sem að
vísu hafa nokkra sérstöðu, þar sem þeim er skapað
veðurfar. Með vermireitum og gróðurhúsum hefur
verið unnt að rækta hér á landi alls konar suðrænar
nytjajurtir, sem engin skilyrði hefðu til vaxtar hér,
ef hitans nyti ekki við. Enda þótt gróðurhúsaylurinn
verndi þessar suðræðnu jurtir, koma þær þó eigi síð-
ur í nokkuð breytt umhverfi þar sem daglengd er hér
Mlt önnur en í heimkynnum þeirra, en bæði birtulengd-
in og gerð ljóssins eru mjög þýðingarmiklir þættir,
er hafa áhrif á vöxt jurtanna og eru oft frumskil-
yrði fyrir fræsetu eða hnýðismyndun. Hér á landi
eru því skilyrði til sköpunar nýrra stofna, sem meðal
annars gætu hagnýtt hina sérstöku sumarbirtu. Við
(37)