Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Qupperneq 108
smíð á Húsafelli. Á Kleppjárnsreykjum var unnið
að byggingu heimavistarbarnaskóla. Nýtt póst- og
símahús var tekið til afnota á Akranesi. Þar var
unnið að byggingu gagnfræðaskólahúss, félagsheim-
ilis og allmargra ibúðarhúsa. Byggð var á Hvalfjarð-
arströnd stór fjárrétt, Svarthamarsrétt. — Víða var
unnið að liafnarframkvæmdum, t. d. i stórum stil í
Hafnarfirði, á Suðureyri og viðar.
Miklar framkvæmdir voru í simamálum. Teknar
voru í notkun sjálfvirkar simstöðvar í Keflavík,
Njarðvíkum, Gerðum, Sandgerði og Grindavík. Sjálf-
virkt símasamband milli Rvíkur og Suðurnesja hófst
1. júli. Unnið var að stækkun Grensásstöðvarinnar
í Rvík, og var bætt við hana 2000 númerum. Sím-
töl milli Rvíkur og Hafnarfjarðar urðu eins og
venjuleg innanbæjarsímtöl án tímatakmarkana. Sjálf-
virka simstöðin á Altureyri var stækkuð. Radíóstöð
var reist i Keflavik. Litlar endurvarpsstöðvar voru
teknar i notkun á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðv-
arfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Nes-
kaupstað. Radarstöðvarnar i Aðalvík og Hornafirði
voru lagðar niður. Jarðsími var lagður um þorpin
í Stykkishólmi og Grundarfirði.
Víða um land var unnið að vegagerð. Hafið var
að steinsteypa veginn milli Rvikur og Suðurnesja.
Lokið var við veginn frá Stapa til Grindavíkur og
þaðan vestur til Reykjanesvita. Unnið var að vegi
fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi og að Strákavegi
til Siglufjarðar. Um 400 nýir vegvísar voru settir
upp. Gefið var út vegakort af Islandi. Viða í kaup-
stöðum landsins var unnið að gatnagerð í stórum
stíl, t. d. í Rvík, Vestmannaeyjum, á ísafirði og
Akranesi. Þýzkur sérfræðingur i vegagerð dvaldist
hér á landi til leiðbeininga.
38 brýr voru byggðar á árinu, og voru 22 þeirra
lengri en tiu metrar. Lokið var brúnni yfir Mjó-
sund á Hraunsfirði á Snæfellsnesi. Meðal áa, sem
(102)