Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 39
MYRKVAR 1971
Sólmyrkvar.
1. Deildarmyrkvi á sólu 25. febrúar, sést aðallega í Evrópu og
norðanverðri Afríku. Á íslandi hefst myrkvinn um kl. 08 50,
nokkru eftir sólarupprás á Austurlandi en fyrir sólarupprás á
Vesturiandi. í Reykjavík nær myrkvinn hámarki kl. 09 46 og
hylur tungl þá 77% af þvermáli sólar. Myrkvanum lýkur í
Reykjavík kl. 10 47. Myrkvinn er sá mesti sem orðið hefur hér á
landi síðan almyrkvinn varð árið 1954.
2. Deildarmyrkvi á sólu 22. júlí. Sést í Alaska og Síberíu.
3. Deildarmyrkvi á sólu 20.—-21. ágúst. Sést í Ástralíu.
Tunglmyrkvar.
1. Almyrkvi á tungli 10. febrúar. Hálfskugginn (daufur) byrjar
að færast yflr tunglið kl. 04 38, og alskugginn fylgir á eftir
kl. 05 52. Almyrkvinn stendur frá kl. 07 03 til kl. 08 26, en þá er
tungl lágt á vesturhimni í Reykjavík.Tungl er laust við alskugg-
ann kl. 09 37, skömmu fyrir tunglsetur í Reykjavík (kl. 09 52).
2. Almyrkvi á tungli 6. ágúst. Sést ekki hér á landi að heitið geti.
Stjörnumyrkvar.
Stjömumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu
séð. Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls (vinstra megin)
en kemur aftur í Ijós við vesturröndina (hægra megin). Að jafnaði
sést fyrirbærið aðeins í sjónauka.
Á árinu 1971 gengur tunglið oftsinnis fyrir sjöstimið, og myrkvast
þá margar stjörnur með stuttu millibili. Þetta gerist meðal annars
hinn 3. febrúar (kl. 18—21), 3 marz (kl. 01—03), 26. apríl (kl.
21—23), 14. ágúst (kl. 01—04), 4. nóvember (kl. 04—07) og 29.
desember (kl. 00—03).
í töflunni hér að neðan eru nánari upplýsingar um helztu stjörnu-
myrkva sem sjást munu hér á landi árið 1971. Tímamir, sem gefnir
eru upp á tíunda hluta úr mínútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík.
Annars staðar á landinu getur munað nokkrum mínútum. Með
stöðu er átt við það hvar stjarnan hverfur eða birtist. Er þá tunglið
hugsað sem klukkuskífa þar sem talan 12 er efst á skífunni, 3 til
hægri, 6 neðst og 9 til vinstri.
Dagur Stjarna Birta Hverfur Staða Birtist Staða
26. apr. r| í nautsmerki +3,0 21 55,7 9 22 39,3 5
14. ág. r| í nautsmerki + 3,0 02 53,9 6 03 11,3 5
17. ág. 8 í tvíburam. + 3,2 02 19,3 7 02 56,2 4
4. nóv. r) í nautsmerki + 3,0 05 04,6 10 06 05,8 4
29. des. T) í nautsmerki +3,0 01 14,6 9 02 14,5 5
(37)