Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 40
REIKISTJÖRNURNAR 1971
Reikistjömurnar em hnettir sem ganga umhverfis sólina á sama
hátt og jörðin. Eins og nafnið bendir til, reika þær til á himninum
miðað við aðrar stjörnur (fastastjörnumar). Það er nálægð reiki-
stjarnanna sem veldur því að hreyfingar þeirra verða svo áberandi á
himinhvolfinu. Annað einkenni reikistjarnanna er það, að skin þeirra
sýnist kyrrara en skin fastastjamanna. Reikistjömumar er ávallt
að finna nálægt sólbrautinni, sem er baugur sá er sóhn virðist fara
eftir á árgöngu sinni meðal fastastjamanna. Þeim fastastjörnum
sem næst eru sólbraut er skipað í 12 „merki“ er mynda svonefndan
dýrahring. Myndirnar í hægri og vinstri hlið umgerðarinnar á forsíðu
almanaksins era táknmyndir þessara stjörnumerkja.
Birta reikistjarnanna er talsvert breytileg og fer eftir fjarlægðum
þeirra og afstöðu til sólar. Björtust þeirra allra er Venus, sem er
langtum skærari en nokkur fastastjama. Næst koma að jafnaði
Júpíter og Mars, sem geta orðið bjartari en bjartasta fastastjaman
(Síríus). Þá koma Merkúríus og Satúrnus, sem eru sambærilegar
við björtustu fastastjömur á norðurhveli himins. Úranus sést
óglöggt með bemm augum, og yztu reikistjömumar, Neptúnus og
Plútó, sjást aðeins í sjónauka.
Merkúríus og Venus ganga um sól á þrengri brautum en jörðin og
sjást þess vegna aldrei mjög fjarri sólu. Þær eru ýmist austan við
sól („vinstra megin“) og þá kvöldstjörnur, eða þær eru vestan við
sól („hægra megin“) og þá morgunstjörnur. Sem kvöldstjömur
sjást þær bezt á vorin, en sem morgunstjörnur á haustin. Merkúríus
er mjög nærri sólu og sést sjaldan með berum augum hér á landi.
Mars, Júpíter og Satúmus eru lengra frá sólu en jörðin, og fjarlægð
þeirra frá sólu á himinhvolfinu eru engin takmörk sett. Þessar ytri
reikistjömur sjást bezt þegar þær eru í gagnstöðu við sól að vetri til.
Á eftir hverjum mánuði í dagatalinu (bls. 4-27) eru upplýsingar
sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja reikistjömunar.
Þótt útreikningarnir séu miðaðir við Reykjavík, má yfirleitt nota
niðurstöðurnar annars staðar á landinu án mikillar skekkju, nema
tölurnar sem sýna hvenær reikistjömur em í hásuðri. Þær þarf að
leiðrétta um 4 mínútur fyrir hverja gráðu sem munar á lengd staðar-
ins og lengd Reykjavíkur. Á bls. 35 er lengdarleiðréttingartafla,
sem miðast reyndar við gang tunglsins, en gildir nokkum veginn
fyrir reikistjömurnar líka.
Merkúríus (ö er lengst í austur frá sólu 1. apríl (19°), 29. júlí
(27°) og 23. nóvember (22°), en lengst í vestur 19. janúar (24°),
17. maí (26°) og 12. september (18°). Beztu skilyrðin til að sjá hann
verða eftir sólarlag dagana fyrir og um 1. apríl, og fyrir sólarupprás
dagana um og eftir 12. september. Nánari uppíýsingar er að finna á
bls. 5, 11 og 21.
(38)