Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 55
urn, nema á Norðausturlandi, þar voru allgóðir
þurrkar. Hey hröktust ákaflega og ónýttust sums
staðar með öllu. Heyfengur varð því víða mjög rýr,
sums staðar svo, að til vandræða horfði. Verst var
ústandið á Suður- og Suðvesturlandi. í Eyjafirði,
Þingeyjarsýslum, Norður-Múlasýslu og sums staðar í
Suður-Múlasýslu var heyfengur allgóður. Á vestan-
verðu Norðurlandi og á Vestfjörðum hröktust hey
yíða mjög, en ástandið var þó skárra en á Suður-
^undi. Talsvert af heyi var flutt frá Eyjafirði til
óþurrkasvæðanna á Suðurlandi. Ríkið veitti bænd-
Um á óþurrkasvæðunum ýmislega aðstoð. Bjarg-
fáðasjóður veitti nokkurn styrk til heyflutninga.
Grænfóðuruppskera var með lakara móti, en fram-
leiðsla heykögglaverksmiðjunnar í Gunnarsholti var
með mesta móti. Kornrækt var aðeins stunduð á
örfáum stöðum í Rangárvallasýslu og varð uppsker-
an 17 lestir (árið áður 41 lest). Kartöfluuppskera
var mjög rýr á Suðurlandi, brást t. d. nær alveg í
Þykkvabæ. í Eyjafirði var hún allgóð. Skár spratt
f sandgörðum en moldargörðum. Alls var kartöflu-
uppskeran um 45 000 tunnur (árið áður um 56 000).
Gulrófnauppskera var um 4 500 tunnur (árið áður
5 000). Tómataframleiðsla var 265 lestir (árið áður
273), gúrkuframleiðsla 479 000 stykki (árið áður
439 000), blómkálsframleiðsla 105 000 stykki
(100 000), hvítkálsframleiðsla 160 lestir (145), gul-
vótaframleiðsla 200 lestir (220). — Mikið var unnið
uð landgræðslu og skógrækt. Ungmennafélögin unnu
mikið að landgræðslu í samvinnu við Landgræðslu
rikisins. Skógræktarnámskeið fyrir æskufólk var
haldið á Hallormsstað í júní. Flugvélar unnu að
áburðardreifingu á hálendinu. Stofnuð voru um
haustið Landgræðslu- og náttúruverndarsamtök ís-
(53)