Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 66
ur með vísindastarfsemi Nato, heimsótti ísland í
ágústlok ásamt frú sinni og utanríkisráðherra Lux-
emburgs. Fundur norrænna háskólamanna var hald-
inn í Reykjavík í ágústlok. Fundur utanríkisráð-
herra Norðurlanda var haldinn í Reykjavík í sept-
emberbyrjun. Um svipað leyti var haldinn í Reykja-
vík fundur dómsmálaráðherra Norðurlanda. Út-
flutningssamtök Norðurlanda (Nordexport) héldu
fund í Reykjavík í sept. Fundur ráðgjafarverkfræð-
inga á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík í
sept. Norski rithöfundurinn Tarjei Vesaas og kona
hans, skáldkonan Haldis Moren, heimsóttu ísland í
sept. Leikflokkur frá Óðinsleikhúsinu í Danmörku
hélt sýningar hér á landi í sept. Hópur norskra laga-
stúdenta kom hingað til lands í sept. á umræðufundi
um norska og íslenzka réttarsögu, sem haldnir voru á
Akureyri. Þing norrænu bændasamtakanna var
haldið í Reykjavík í sept. Framkvæmdastjóri sam-
einuðu biblíufélaganna í Evrópu, Sverre Smaadahl,
heimsótti fsland í sept. Dr. Sten Lindroth, prófessor
frá Svíþjóð, flutti fyrirlestra í Reykjavík í sept.
Stjórnendur útvarpsbarnatíma á Norðurlöndum
héldu fund í Reykjavík í sept. Brezki rithöfundur-
inn Peter Ustinov heimsótti ísland í okt. til að vera
viðstaddur frumsýningu á leikriti sínu „Betur má,
ef duga skal“. Rússneskt hafrannsóknarskip og tvö
rússnesk herskip komu í opinbera heimsókn til ís-
lands í okt. Bandaríski menntafrömuðurinn K. Hol-
land heimsótti ísland í okt. Flotamálaráðherra
Bandaríkjanna, J. H. Chaffee, heimsótti ísland í
okt. Hópur færeyskra blaðamanna heimsótti ísland
í okt. H. L. Tveteraas, ríkisbókavörður Norðmanna,
heimsótti ísland í okt. H. Mathiesen framkvæmda-
stjóri Rauða kross Noregs heimsótti Island um