Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 75
báðum. Borgakeppni milli Reykjavíkur og Kaup-
rnannahafnar fór fram í Kaupmannahöfn í febrúar,
°g vann lið Kaupmannahafnar. Danska liðið M. K.
31 keppti hér á landi í febr. íslenzk unglingalið
kepptu á unglingamóti Norðurlanda í marzlok, pilt-
arnir í Lögstör í Danmörku, en stúlkurnar í Vaners-
borg í Svíþjóð. íslenzku stúlkurnar töpuðu öllum
leikjunum, en piltarnir unnu Norðmenn og Finna,
en töpuðu fyrir Dönum og Svium. í marzlok kepptu
Vesturþýzku meistararnir Gummersbach hér á landi.
Sænska liðið Lugi keppti hér á landi í apríl. í. okt.
háðu íslendingar tvo landsleiki í Reykjavík við Norð-
^nenn. Unnu Norðmenn fyrri leikinn, en íslendingar
hinn síðari. Sænska liðið Hellas keppti hér á landi í
október. í sama mánuði keppti Fimleikafélag Hafnar-
fjarðar í Búdapest við ungverska liðið Honved, og
tapaði. Félögin kepptu aftur í Reykjavík í nóvember,
°g vann Honved þá aftur, en gerði í þeirri ferð jafn-
tefli við íslenzka landsliðið. Landsleikur milli Islend-
toga og Austurríkismanna fór fram í Reykjavík í
nóv., og unnu íslendingar. í des. fór fram annar
landsleikur milli íslendinga og Austurríkismanna í
Austurríki, og unnu þá Austurríkismenn. í nóvem-
berlok háði Valur tvo leiki við pólska landsliðið í
handknattleik kvenna og tapaði fyrri leiknum, en
vann hinn síðari. í des. fór fram í Osló landsleikur
aailli íslendinga og Norðmanna, og varð jafntefli. —
Sjörn Kristjánsson var viðurkenndur milliríkjadóm-
ari í handknattleik.
ísknattleikur. Bæjarkeppni í ísknattleik milli
Heykjavíkur og Akureyrar fór fram í Reykjavík í
íebr., og vann Akureyri.
íþróttagetraunir. íþróttagetraunir voru hafnar að
nýju, og stóðu að þeim Iþróttasamband íslands,
(73)