Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 77
ftiót í knattspymu innanhúss fór fram í apríl, og
sigruðu Akurnesingar. Einar Hjartarson, Grétar
Norðfjörð og Guðmundur Haraldsson voru viður-
kenndir milliríkjadómarar í knattspyrnu.
Körfuknattleikur. Í.R. varð íslandsmeistari í
körfuknattleik. íslenzka landsliðið keppti í Reykja-
vík í janúar við tékkneska liðið Sparta Praha, og
unnu íslendingar. 1 maí var háður í Glasgow lands-
leikur milli íslendinga og Skota, og unnu íslending-
ar 69:64. í maí háðu íslendingar þrjá landsleiki í
Stokkhólmi við Svía, Dani og Tékka. Töpuðu þeir
fyrir Svíum (79:51) og Tékkum (129:63), en unnu
k>ani (51:49). Unglingalandslið Islendinga og Dana
káðu tvo landsleiki hér á landi í júlí. Unnu íslend-
>ngar fyrri leikinn, en töpuðu hinum síðari.
Sjóstangaveiði. Alþjóðlegt sjóstangaveiðimót var
kaldið í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna. Nokkr-
>r íslendingar tóku þátt í alþjóðlegu sjóstanga-
veiðimóti í Egyptalandi í apríl og hlaut Jón B. Þórð-
arson þar verðlaun.
Skák. Skákmeistaramót Islands var háð í Reykja-
vík um mánaðamótin marz—apríl, og varð Friðrik
Ólafsson skákmeistari íslands. Hraðskákmeistara-
mót íslands var háð í Reykjavík í apríl, og varð
^uðmundur Sigurjónsson hraðskákmeistari íslands.
f september háðu þeir meistararnir Friðrik og Guð-
mundur fjögurra skáka einvígi, og vann Friðrik
2%:1%. Friðrik tók þátt í alþjóðlegu skákmóti 1
^everwijk í Hollandi í janúar. Þar varð hann fimmti
> röðinni af sextán þátttakendum, hlaut 9% vinn-
ing. Friðrik tók síðan þátt í stórmeistaramóti í Lug-
arno í Sviss í marz. íslendingar tóku þátt í skák-
móti Norðurlanda í Lidköping í Svíþjóð í júlí og
agúst. Júlíus Friðjónsson tók þátt í heimsmeistara-
(75)