Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 94
með Strætisvögnum Reykjavíkur á ákveðnum tím-
um dagsins. í apríl var stofnað landssamband klúbb-
anna „Öruggur akstur". Bifreiðir í landinu voru í
árslok 43 576 (í árslok 1968 43 606). Er þetta í
fyrsta skipti um langt skeið, að bifreiðum fækkar.
Fólksbifreiðir voru 37 859 (árið áður 37 568) og
vörubifreiðir 5 717 (6 035). Mótorhjól voru 278.
1. janúar voru póst- og símgjöld hækkuð. Ferða-
málasérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna
kom hingað til lands í ágúst til að kanna íslenzka
ferðamálastarfsemi.
Slys.
64 íslendingar létust af slysförum hér á landi
(árið áður 62). Af þeim drukknuðu 21, í umferðar-
slysum létust 17, en 11 í eldsvoðum og 6 hröpuðu
eða létust í byltum.
29. janúar fórst vélbáturinn Sverrir frá Súðavík
úti fyrir Vestfjörðum, en áhöfnin komst í gúmmí-
bát og var bjargað. Aðfaranótt 6. marz varð spreng-
ing í togaranum Hallveigu Fróðadóttur á Faxa-
flóa, og fórust þar sex menn. 7. marz fórust tveir
litlir vélbátar við Suðausturland, Dagný frá Stykk-
ishólmi og Fagranes frá Þórshöfn á Langanesi, hvor
með þremur mönnum. 16. júní brann vélbáturinn
Vísir frá Reykjavík í nánd við Gerpi, en mann-
björg varð. 22. ágúst sökk vélbáturinn Bergrún frá
Bolungavík á ísafjarðardjúpi, en mannbjörg varð.
14. desember strandaði vélbáturinn Halcyon frá
Vestmannaeyjum á Skarðsfjöru í Meðallandi, en
áhöfninni, níu manns, var bjargað.
10. júlí fórst bandarísk flugvél undir Eyjafjöll-
um. Þrír menn voru í vélinni, og fórst einn þeirra.
(92)