Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 96
um allt árið. Ýmsar breytingar voru gerðar á skip-
un ráðuneyta. Ákveðið var að sameina iðnaðarmála-
ráðuneytið og orkumálaráðuneytið í eitt ráðuneyti
frá 1. jan. 1970. Tók Jóhann Hafstein við hinu nýja
ráðuneyti, en Ingólfur Jónsson hafði áður farið með
orkumálaráðuneytið. Samkvæmt fyrri ákvörðun
skyldi atvinnumálaráðuneytið lagt niður frá 1. jan.
1970, en í stað þess koma landbúnaðarráðuneyti,
sjávarútvegsmálaráðuneyti og iðnaðarmálaráðu-
neyti. Þá skyldi og stofnað nýtt ráðuneyti, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytið, og tók Eggert Þor-
steinsson við stjórn þess, en Emil Jónsson tók þá
við félagsmálaráðuneytinu. Hin nýja skipting ráðu-
neyta var staðfest 31. desember og var þá þannig:
Bjarni Benediktsson: forsætisráðuneyti.
Eggert G. Þorsteinsson: sjávarútvegsmálaráðu-
neyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Emil Jónsson: utanríkisráðuneyti, félagsmála-
ráðuneyti.
Gylfi Þ. Gíslason: menntamálaráðuneyti, við-
skiptamálaráðuneyti.
Ingólfur Jónsson: landbúnaðarráðuneyti, sam-
göngumálaráðuneyti.
Jóhann Hafstein: dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
iðnaðarmálaráðuneyti.
Magnús Jónsson: fjármálaráðuneyti, Hagstofan.
16. nóvember voru stofnuð ný stjórnmálasamtök,
Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Var Hanni-
bal Valdimarsson kjörinn formaður þeirra, en dr.
Bjarni Guðnason varaformaður. Áttu samtökin tvo
fulltrúa á Alþingi, Hannibal Valdimarsson og Björn
Jónsson. í nóvemberlok var stofnað Landssamband
sósíalista, og var Steingrímur Aðalsteinsson kjör-
inn formaður þess.
(94)