Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 98
síldveiðar í Norðurhöfum í nánd við Svalbarða, en
veiddu nær ekkert. Nokkur síldveiðiskip voru á
Hjaltlandsmiðum, og var mikið af veiði þeirra salt-
að um borð. Gerður var í september samningur við
dönsku stjórnina, þar sem íslendingar fengu rétt
til að landa síld í dönskum höfnum, en Danir fengu
sams konar réttindi á íslandi. Nokkur síldveiði var
við Suðvesturland í október. Heiðar Marteinsson,
vélsmiður í Kópavogi fann upp tunnuhristara, sem
gerir það að verkum, að unnt er að koma meiri síld
í hverja tunnu en áður. Grálúðuveiðar jukust mjög,
og hafnar voru spærlingsveiðar til mjölvinnslu. 423
hvalir veiddust á árinu (árið áður 280). Laxveiði
var allgóð, en þó um 20% minni en árið áður. Einna
bezt var laxveiðin í Laxá í Aðaldal. Murtuveiði í
Þingvallavatni var með bezta móti. Talsvert var
unnið að laxa- og silungaklaki. Framkvæmdir voru
við laxaeldisstöðina í Grundarfirði. Humarafli var
3 511 tonn (árið áður 2 489) og rækjuafli 3 276
tonn (2451). Hafin var veiði hörpudiska, og var
aflinn 402 tonn.
í febrúar var samþykkt á Alþingi ályktun um
fullkominn og óskoraðan yfirráðarétt íslenzka rík-
isins yfir öllu landgrunni íslands. íslenzkum skip-
um voru heimilaðar auknar togveiðar innan fisk-
veiðilögsögunnar, á sumum svæðum allt árið, en
á öðrum tímabundnar.
Allur íslenzki skipastóllinn var í árslok 1969 830
skip, samtals 135 304 brúttólestir (í árslok 1968
842 skip, samtals 144 621 brúttólest). Fiskiskip
undir 100 rúmlestum voru 531, alls 17 984 brúttó-
lestir, fiskiskip yfir 100 rúmlestir, önnur en tog-
arar, voru 202, alls 42 165 lestir. Togarar voru 23,
alls 16 837 lestir. Þrír gamlir togarar voru seldir til