Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 100
Fryst hvalkjöt 48,1 ( 15,2)
Karfamjöl 42,2 ( 14,3)
Hvalmjöl 36,0 ( 6,9)
Fiskúrgangur til fóðurs .... 32,5 ( 12,7)
Söltuð þunnildi 28,7 ( 8,9)
Hvallýsi 21,9 ( 11,1)
Kaldhreinsað þorskalýsi .. . 20,3 ( 16,1)
Karfalýsi 12,6 ( 8,2)
Fryst síld 11,6 ( 37,3)
Söltuð beituhrogn 9,2 ( 2,4)
Lifrarmjöl 6,8 ( 3,4)
Iðnaðarlýsi 6,5 ( 0,5)
Ýmsar sjávarafurðir 17,2 ( 56,8)
Verklegar framkvæmdir.
Brýr. Hafin var smíð nýrra brúa á Elliðaár í
Reykjavík, en henni var ekki lokið. Brúaðar voru
Hafnará og Seleyrargil í Borgarfirði, Norðurá í
Borgarfirði (ofan Fornahvamms), Laxá í Dölum
(hjá Búðardal), Bjarnadalsá í Önundarfirði, Jök-
ulsá eystri í Skagafirði (ofan byggðar), Strand-
hafnará í Vopnafirði, Rangá í N.-Múl., Hólá og
Stigá í Öræfum, Eystri-Rangá (hjá Djúpadal) og
Ytri Rangá (fyrir ofan Galtalæk). Hafin var bygg-
ing nýrrar brúar á Hvítá í Borgarfirði hjá Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu.
Hafnir. Nokkuð var unnið að hinni nýju Sunda-
höfn í Reykjavík. Hafin var gerð nýrrar hafnar á
Oddeyri á Akureyri. Miklar hafnarframkvæmdir
voru ennfremur á Bolungavík, Isafirði, Sauðárkróki,
Neskaupstað og Þorlákshöfn. Á mörgum öðrum
stöðum var nokkuð unnið að hafnargerð. Hafnar-
fjarðarbær tók að sér rekstur Straumsvíkurhafnar.
(98)