Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Síða 101
í nóvember var stofnað hafnarsamband sveitarfé-
laga og tóku 28 sveitarfélög þátt í því.
Sími. Haldið var áfram að efla sjálfvirka sím-
kerfið. Sjálfvirkar símstöðvar tóku til starfa á Hell-
issandi, Ólafsvík, Tálknafirði, Flateyri, Suðureyri,
Bolungavík, Isafirði, Hólmavík, Blönduósi og
Skagaströnd. Unnið var að sjálfvirku stöðvunum
á Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði, en þeim var
ekki lokið á árinu. Eru sjálfvirkar símstöðvar í
landinu nú rúmlega 50. Ný símaskrá kom út í ágúst.
Sjónvarp. Enn var unnið að dreifingu sjónvarps
um landið. Þingeyjarsýslur fengu sjónvarp um
haustið, og 1. desember hófust sjónvarpssendingar
til Austurlands. Allmargar endurvarpsstöðvar fyrir
sjónvarp voru reistar, t. d. við Siglufjörð og Ólafs-
fjörð, á Vaðlaheiði, við Fosshól í S.-Þing., á Heið-
arfjalli á Langanesi og á Gagnheiðarhnjúk sunnan
Bjarðarheiðar.
Vegagerð. Unnið var af kappi að hinni nýju hrað-
hraut milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og voru
tvær umferðarbrýr á henni í Kópavogi teknar í notk-
í október. Steyptur var upphafskafli nýs Suður-
lands- og Vesturlandsvegar milli Ártúnsbrekku og
Smálanda í Reykjavík. Hafinn var undirbúningur
að byggingu nýrrar Reykjanesbrautar milli Breið-
holts og Kópavogs framhjá Vífilsstöðum og á
Reykjanesbrautina eldri við Hafnarfjörð. Víða ann-
ars staðar á landinu var unnið að vegagerð. Á aust-
anverðu Snæfellsnesi var unnið að Heydalsvegi, sem
tengir Kerlingarskarðsveg við Bröttubrekkuveg.
Lokið var veginum sunnan Þingmannaheiðar. Unn-
ið var að vegagerð á Gemlufallsheiði og Breiðadals-
heiði, að Botnsheiðarvegi til Súgandafjarðar, Bol-
angavíkurvegi, veginum milli Hnífsdals og ísa-
(99)