Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 106
Þinghólsskóli, tók til starfa í vesturbænum, að vísu
í leiguhúsnæði, en undirbúningur var hafinn að
skólabyggingu þarna. Einnig var unnið að Digra-
nesskóla og Kársnesskóla. Mikið var unnið að gatna-
gerð í Kópavogi. Byggt var hesthúsahverfi á Arn-
arneshálsi austanverðum. Mörg íbúðarhús voru
byggð í Garðahreppi. Voru 172 íbúðir í smíðum þar,
og voru 38 þeirra fullgerðar á árinu. Unnið var að
byggingu (viðbótarbyggingu við leiguhúsnæði) fyrir
gagnfræðaskólann í Garðahreppi. Sundlaug var tek-
in í notkun við barnaskólann í Garðahreppi. í Hafn-
arfirði voru 297 íbúðir í smíðum, og voru 92 þeirra
fullgerðar á árinu. Mest kvað að byggingum í hinu
nýja hverfi í norðvesturhluta bæjarins. Þar var
unnið að smíð nýs skóla, Víðistaðaskóla. Unnið var
í Hafnarfirði að iðnskólahúsi, íþrótta- og félags-
heimili og húsi hjálparsveitar skáta. Miklar umbæt-
ur voru gerðar á sjúkrahúsi St. Jósepssystra í Hafn-
arfirði. Allmörg iðnaðar- og verzlunarhús voru byggð
í Hafnarfirði, og mikið var unnið þar að gatna- og
holræsagerð. Unnið var að sædýrasafninu sunnan
Hvaleyrar. Margvíslegar framkvæmdir voru í
Straumsvík, og álframleiðsla hófst í verksmiðjunni
þar á árinu. Unnið var að byggingu íþróttahúss í
Njarðvíkum, og hafinn var undirbúningur að kirkju-
byggingu í Ytri-Njarðvík. í Keflavík voru 127 íbúð-
ir í smíðum. Unnið var að mikilli stækkun gagn-
fræðaskólahússins í Keflavík, en stækkun barna-
skólahússins var að mestu lokið. Mikið var unnið
að gatna- og holræsagerð í Keflavík. Unnið var að
umbótum á flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkur-
flugvelli, og unnið var að undirbúningi að stækkun
vallarins sjálfs. í Sandgerði var unnið að íþrótta-
húsi, og mikið var unnið þar að gatnagerð. I Grinda-