Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 108
vatnsveitu í Vestmannaeyjum, og var ný dælustöð
tekin til afnota um haustið. Unnið var að hinu nýja
sjúkrahúsi, félagsheimili og vélskóla. Mörg íbúð-
arhús voru byggð, og unnið var að hafnarfram-
kvæmdum og gatna- og holræsagerð.
Skaftafellssýslur. Unnið var að lóranstöðinni á
Reynisfjalli. í Vík í Mýrdal var unnið að skólahúsi
og sparisjóðsbyggingu. Hafin var bygging kapellu
á Kirkjubæjarklaustri í minningu séra Jóns Stein-
grímssonar. Unnið var að byggingu skólahúss á
Kirkjubæjarklaustri, og vatnsveita var gerð fyrir
byggðina þar. Á Höfn í Hornafirði var unnið að
byggingu lögreglustöðvar, póst- og símahúss, Lands-
bankahúss og dýralæknisbústaðar. Unnið var þar
að fiskmjölsverksmiðju og húsi veiðarfæragerðar.
Allmörg íbúðarhús voru byggð á Höfn.
Múlasýslur. Á Stöðvarfirði var byggð fiskverk-
unarstöð. Unnið var að vatnsveitu á Reyðarfirði.
Nýja Landsbankahúsið á Eskifirði var tekið til af-
nota. Þar var og unnið að íþróttahúsi og dagheim-
ili, sem jafnframt á að nota fyrir miðskóla. í Nes-
kaupstað var unnið að miklum hafnarframkvæmd-
um og að stækkun dráttarbrautarinnar. Þar var
unnið að vatnsveitu, póst- og símahúsi, íþróttahúsi
(lokið að mestu), íþróttavelli og barnaheimili. Haf-
in var stækkun fiskvinnslustöðvar SÚN í Neskaup-
stað. í Egilsstaðaþorpi var unnið að kirkjubygg-
ingu, póst- og símahúsi, verzlunarhúsi og skóverk-
smiðju. Nokkur ferðamannahús voru reist í Egils-
staðaþorpi, og allmörg íbúðarhús voru í smíðum
þar. Veitingahús tók til starfa við Lagarfljótsbrú.
Unnið var að orlofsheimili Alþýðusambands Aust-
urlands á Eyjólfsstöðum á Völlum.
Þingeyjarsýslur. Unnið var að félagsheimili á
(106)