Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Side 117
Gamlir málmar 37,1 ( 14,5)
Hvalmjöl 36,0 ( 6,9)
Lifandi hross 33,1 ( 9,0)
Fiskúrgangur til fóðurs 32,5 ( 12,7)
Söltuð þunnildi 28,7 ( 8,9)
Frímerki 26,7 ( 14,8)
Hvallýsi 21,9 ( 11,1)
Ull 21,7 ( 15,6)
Ullarteppi 20,8 ( 12,8)
Kaldhreinsað þorskalýsi 20,3 ( 16,1)
Athuganir fóru fram á möguleikum á aðild íslands
að fríverzlunarsamtökum Evrópu (Efta). í desem-
ber var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga
um aðild íslands. Skyldi hún taka gildi 1. marz
1970. í desember lagði ríkisstjórnin fram tillögur
um miklar tollalækkanir, 30% lækkun á tolli á Efta-
vÖrum og 50% lækkun á tolli á hráefnum til inn-
lends iðnaðar. Söluskattur skyldi hækka úr 7%%
í 11% frá 1. marz 1970. Ákveðið var að fella niður
Wfisgjöld af bifreiðum snemma á árinu 1970.
1 júní lét Seðlabankinn í umferð 5-króna og 50-
aura mynt, en hætt var að láta 10-króna seðla i
Umferð. Ný bókhaldslög tóku gildi 1. janúar. Stofn-
uð var í Reykjavík hagsýsluskrifstofa til að veita
ulmenningi leiðbeiningar í hagfræðilegum og töl-
fræðilegum efnum og vinna að ráðagjafarstörfum
lyrir fyrirtæki, einkum útflutningsfyrirtæki. Stofn-
að var í Bandaríkjunum sölufélagið Iceland Mark-
etiug Co., sem var stofnað af Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga í samvinnu við bandaríska fyrir-
Isekið National Marketing Inc. Aðalfundur Verzl-
unarráðs íslands var haldinn í Reykjavík í október,
°g var Haraldur Sveinsson endurkjörinn formaður.
(115)