Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 138
þar nákvæmlega og sáu að málningin á flauginni,
sem upphaflega hafði verið hvít, hafði bakazt svo
í miskunnarlausu sólarljósinu, að hún var orðin
brún. Áður en þeir sneru frá, klipptu þeir ýmsa
hluti af flauginni og tóku með sér, þar á meðal sjón-
varpsmyndavélina og gröfuna. Auk þess höfðu þeir
safnað um 33 kg af tunglsýnishornum.
Flugtak ferjunnar og stefnumót við móðurskipið
tókust vel, og að kvöldi 20. nóvember voru þeir
Conrad og Bean komnir aftur yfir í móðurskipið
til Gordons. Tunglferjan var losuð frá eins og áður,
en í þetta sinn var hún látin hrapa niður á tunglið.
Kom hún niður 60 km frá tækjastöðinni sem þeir
höfðu skilið eftir. Var þetta gert til að kanna við-
brögð jarðskjálftamælisins, og þau létu ekki á sér
standa. í stað nokkurra mínútna hræringa, sem
búizt hafði verið við, mældust sveiflur í 55 mín-
útur frá því að tunglferjan kom niður, svo sem högg-
ið hefði sett upp keðjuverkanir í berglögum tungls-
ins. Fyrirbæri þetta hefur enn ekki verið skýrt á
viðunandi hátt.
Ferð Apolló 12 lauk með lendingu á Kyrrahafi
24. nóvember, og var þetta síðasta mannaða geim-
flugið árið 1969. Tunglgrýtið sem flutt var til jarð-
ar er enn í rannsókn. Hefur það reynzt gjörólíkt
öllu jarðnesku bergi, og sumir steinarnir mun eldri
en elzta berg sem fundizt hefur á jörðinni. Ekkert
merki lífs hefur fundizt, og heldur engin merki þess
að vatn hafi nokkru sinni verið á yfirborði tunglsins.
Geimflaugar.
Sovétmenn sendu geimflaugarnar Veneru 5 og 6
af stað áleiðis til reikistjörnunnar Venusar 5. og
(136)