Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 143
þó eru þar stór svæði svo til gígalaus, og önnur
sem eru úfin á hinn undarlegasta hátt.
Brautir Mariner-flauganna voru valdar þannig
að flaugarnar hyrfu um skeið bak við Mars frá jörð-
inni séð. Við það dofnuðu útvarpssendingar frá
flaugunum, og með því að mæla nákvæmlega þær
breytingar sem urðu á merkjunum áður en þau
hurfu var unnt að fá upplýsingar um loftþrýsting
í gufuhvolfi reikistjörnunnar. Niðurstaðan varð sú,
að loftþrýstingur við yfirborð væri kringum 6 milli-
bar. Af öðrum niðurstööum má nefna, að gufu-
hvolfið virðist aðallega vera úr koldíoxíði, en nitur,
sem er aðalefnið í gufuhvolfi jarðar, fyrirfinnst
ekki. Eru menn nú vondaufari um það en áður,
að líf geti leynzt á Mars. Líkur benda til, að ísinn
á suðurskautssvæðinu sé kolsýruís fremur en vatns-
ís. Mældist lágmarkshitinn þar —125°C, sem er
nálægt frostmarki fyrir koldíoxið við loftþrýsting-
inn á Mars. Á heitustu svæðunum kemst hitinn upp
fyrir 20 °C á daginn, en næturkuldi er mikill (—70 ’
C). Þessar hitamælingar eru í allgóðu samræmi við
mælingar sem gerðar hafa verið með hjálp sjón-
auka á jörðinni. Báðar Mariner-flaugarnar fundu
merki um rafhvolf í 130 km hæð yfir Mars.
Hinn 13. júlí sendu Sovétmenn f’augina Lúnu 15
á braut til tunglsins. Þetta var rétt áður en Apolló
H var skotið á loft, og veltu menn mikið vöngum
yfir því, hver tilgangurinn myndi vera með þess-
ari flaug. Var jafnvel talið að henni væri ætlað að
lenda á tunglinu, ná þar upp sýnishornum og snúa
^ueð þau til jarðar, áður en bandarísku tunglfar-
urnir kæmu aftur úr sinni ferð. Af hálfu Sovét-
manna var þó ekkert látið uppi um ætlunarverk
Lúnu 15. Flauginni var komið á braut um tunglið
(141)