Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 145
Hinn 14. apríl var merkasta veðurtungli ársins,
Nimbus 3, komið á braut í 1100 km hæð. Vegur
það 575 kg og er búið fullkomnustu veðurkönnun-
artækjum sem sett hafa verið í gervitungl til þessa.
Nimbus 3 hefur bæði AVCS og APT búnað, en get-
ur auk þess sent til jarðar mjög skýrar innrauðar
myndir af skýjafari að næturlagi, mælt hitastig á
jörðu og í skýjum, fundið hitabreytingar frá yfir-
borði jarðar upp í 25 km hæð, mælt rakastig upp
í 10 km hæð, gefið upplýsingar um loftþrýsting,
vindhraða, hitaútgeislun o. fl. Þá er Nimbus 3 bú-
inn tækjum til að taka við upplýsingum frá sjálf-
virkum athugunarstöðvum, hvort sem er á láði, legi
eða í lofti, og sendir þær ásamt sínum eigin mæl-
ingum til móttökustöðva á jörðu. Með kerfi slíkra
veðurtungla og sjálfvirkra veðurstöðva gera veð-
Urfræðingar sér vonir um, að takast megi að gera
traustar veðurspár fyrir hálfan mánuð í senn. Er
því mikils að vænta á þessu sviði á næstu árum.
Sovézka veðurtunglinu Meteor 2 var skotið á loft
6. október. Var það sömu gerðar og Meteor 1 og
fór á svipaða braut.
Fjarskiptatungl.
Fyrsta fjarskiptatungl ársins var Intelsat 3C sem
komið var á staðbraut í 36 þúsund km hæð yfir
Kyrrahafi hinn 6. febrúar. Þetta tungl er í aðal-
utriðum eins og Intelsat 3B sem sett var á stað-
braut árið áður, og er áttunda f jarskiptatungl fyrir-
tækisins Comsat (sjá Almanak 1970).
9- febrúar bar Titan 3C risaeldflaug bandaríska
(143)