Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 146
flughersins mjög stórt og öflugt fjarskiptatungl
áleiðis á staðbraut yfir Atlantshafi, nálægt vest-
urströnd Afríku. Tungl þetta vegur 725 kg og
er annar þyngsti hluturinn sem komið hefur verið
á staðbraut hingað til. Er það notað í tilrauna-
skyni af Bandaríkjaher og er svo næmt og öflugt,
að hermenn með léttar sendistöðvar og örsmá loft-
net geta talað heimsálfa á milli gegnum tunglið.
Það getur annað hvorki meira né minna en tíu þús-
und talsamböndum samtímis. Má og geta þess, að
næstu Intelsat tunglin, sem nú er verið að hanna
(Intelsat 4) munu verða mjög áþekk þessu tungli.
Sovézka fjarskiptatunglinu Molniya 11 var skotið
á braut 11. apríl, með jarðnánd við 404 km hæð
og jarðfirð við 39 749 km hæð. Er brautin svipuð
brautum fyrri tungla af þessari gerð. Þetta er ellefta
fjarskiptatunglið í þágu Orbita-kerfisins sovézka
(sjá Almanak 1970).
Intelsat 3D var komið á staðbraut yfir Kyrra-
hafi 22. maí, og Intelsat 3C jafnframt flutt til og
komið fyrir yfir Indlandshafi. Voru þá þrjú Intelsat
3 tungl í notkun samtímis, eitt yfir Atlantshafi, eitt
yfir Indlandshafi og eitt yfir Kyrrahafi, þannig að
ekkert gat var lengur í Irítelsat kerfinu.
Hinn 22. júlí var Molnyia 1M skotið á venjulega
braut. 26. júlí var Intelsat 3E skotið á loft, en vegna
bilunar í efra þrepi eldflaugarinnar komst tunglið
ekki á staðbraut.
Loks komu Bandaríkjamenn einu fjarskiptatungl-
inu enn á staðbraut eftir skot frá Kennedyhöfða
22. nóvember. Tungl þetta, sem nefnist Skynet 1,
er í eigu brezka hersins og er mjög svipað Intelsat
tunglunum. Verður það notað til fjarskipta íyrir
brezka landvarnaráðuneytið og herinn.
(144)