Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 147
Vísindatungl og tilraunatungl.
Hér verður aðeins getið nokkurra þeirra gervi-
tungla í þessum flokki sem merkilegust þykja og
upplýsingar liggja fyrir um.
Nýju sólkönnunartungli, OSO 5, var skotið á
braut í 550 km hæð 22. janúar. Tungl af þessari
gerð vega um 290 kg og eiga að rannsaka sólina
og áhrif hennar á jörðina. Eru þau búin litrófs-
mælum til að kanna útfjólublátt sólarljós. Einnig
eru í þeim tæki til að mæla röntgengeisla, gamma-
geisla o. fl. Fyrsta OSO-tunglinu var skotið upp
árið 1962. Hafa miklar upplýsingar fengizt með
hjálp þessara tungla á síðustu átta árum.
Kanadíska gervitunglinu ISIS 1 var skotið á braut
30. janúar með bandarískri Thor-Delta burðarflaug.
Er jarðnánd þess 578 km en jarðfirð 3526 km. Tungl-
ið, sem vegur 240 kg, á að kanna áhrif hraðfara
og hægfara rafagna frá sólinni á segulhvolf jarðar.
Bandaríska jarðeðlistunglinu OGO 6 var skotið
á pólbraut 5. júní. Tungl þetta er 630 kg að þyngd,
og er jarðnánd þess við 397 km en jarðfirð við
1089 km. Er tunglið enn fullkomnara en fyrri slík
tungl og framkvæmir 25 mismunandi tegundir mæl-
inga sem snerta rafagnir, geislun, segulsvið, norður-
ljós og fleira. (Bent skal á, að missagt var í Al-
nianaki 1970 að OGO 5 væri síðasta jarðeðlistunglið
nf þessari gerð.)
Explorer 41 var komið á mjög víðfeðma braut
nni jörðu 21. júní, með jarðnánd við 378 km en
jarðfirð við 176 400 km. Kannar hann segulsvið
íarðar langt út í geiminn, svo og geimgeislun og
rafhlaðnar agnir frá sólu.
Líffræðitunglinu Biosatellite 3 var skotið upp 29.
júní. Þetta gervitungl vó um 260 kg og fór á hring-
(145)
10