Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 151
andi hlutverki um allan heim, og brátt munu jarð-
könnunartunglin bætast í hópinn. Hefur áður verið
rætt um notagildi slíkra gervitungla, bæði fyrir
þróaðar og vanþróaðar þjóðir (sjá Almanak 1970).
Ekki mun á næsta áratug lagt út í það stórvirki
að senda mönnuð skip til Mars eða annarra reiki-
stjarna. Þess í stað verður lögð áherzla á nánari
könnun geimsins og reikistjarnanna með gervitungl-
um og geimflaugum, og stefnt verður að uppsetn-
ingu stórra geimstöðva á braut um jörðu. Munu
Bandaríkjamenn senda fyrstu geimstöð sína á braut
árið 1972. Sú stöð verður að miklu leyti byggð á
tækni og tækjum Apolló-áætlunarinnar og mun rúma
þrjá menn í einu. Einnig er unnið að hönnun og
undirbúningi stærri stöðva til margvíslegra vísinda-
iðkana. Er gert ráð fyrir, að þær stöðvar muni
geta hýst allt að 50 manns, og að þeim verði komið
Upp síðar á áratugnum. Mjög er líklegt að áætlanir
Sovétmanna séu svipaðs eðlis.
Mönnum hefur lengi verið ljóst, að það er mjög
óhagkvæmt fjárhagslega að nota dýrar og full-
komnar eldflaugar til geimskota, meðan hver eld-
flaug er aðeins nothæf einu sinni. Geimstöðvar fram-
tíðarinnar munu þarfnast tíðra samgangna við
jörðu, bæði til birgða- og mannflutninga, svo að
kostnaðarins vegna verður nauðsynlegt að finna
uýjar aðferðir til að komast út í geiminn og lenda
aftur. Vandamálið verður sennilega leyst á þann
hátt, að smíðaðar verði geimferjur sem geta flogið
Um gufuhvolfið og lent á venjulegum flugvöllum.
Slíkar geimferjur mætti nota oftar en einu sinni.
t Bandaríkjunum eru tæknilegar hugmyndir að slík-
Um farkostum þegar langt á veg komnar, og flestar
stærstu flugvélaverksmiðjur þar í landi hafa lagt
(149)