Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 156
ar vil ég sérstaklega nefna þessar: Haandbog i
Kronologi eftir J. Fr. Schroeter (Osló 1926), Ex-
planatory Supplement to the Astronomical Ephemeris
(London 1961), Annuaire du Bureau des Longitudes
1968 (París 1967) og Encyclopædia Britannica,
greinin „Calendar", sérstaklega í útgáfunni frá 1943.
Eins og oft vill verða, ber heimildum ekki alls kost-
ar saman, en ég geri mér vonir um, að það sem hér
fer á eftir megi heita nákvæm túlkun á staðreynd-
um málsins. í framsetningu efnisins hef ég sums
staðar reynt að fara nýjar leiðir til að létta undir
með lesandanum, en frásögnin verður þó tæplega
neinn skemmtilestur, til þess er efnið í eðli sínu
of flókið.
Páskahald í gamla stíl.
Páskar kristinna manna eru, sem kunnugt er,
haldnir í minningu um upprisu Krists. Guðspjöll-
unum ber saman um, að Kristur hafi verið kross-
festur á föstudegi á páskahátíð Gyðinga (pesakh),
en sú hátíð var að fornum sið haldin við fyrstu
tunglfyllingu eftir jafndægur á vori. í upphafi héldu
kristnir menn í Gyðingalandi páskahátíð á sama
tíma og aðrir Gyðingar, og gat páskadaginn þá
borið upp á hvaða vikudag sem var. Utan Gyðinga-
lands litu menn hins vegar meir á það atriði, að
Kristur hefði risið upp á sunnudegi, og vildu því
binda páskahátíðina við sunnudag. Þegar kom fram
á 3. öld e. Kr. náði síðari skoðunin yfirhöndinni og
mótaðist þá sú grundvallarstefna, að páskar skyldu
haldnir fyrsta sunnudag eftir fullt tungl eftir jafn-
dægur á vori. Þessi stefna var síðar staðfest af
kirkjuþinginu í Nikeu árið 325 e. Kr. og kristnum
054)