Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 158
þegar kom fram á 8. öld má segja að allar páska-
töflur af öðrum uppruna hafi verið horfnar af sjón-
arsviðinu. Ríkti þá eining meðal kristinna manna
um páskahald í 800 ár, eða fram til þess tíma að
Gregoríus páfi 13. gaf út tilskipun sína um breytt
tímatal árið 1582.1
Nýi stíll.
Tímatalsbreyting Gregoríusar átti sér nokkurn
aðdraganda. Allt frá árinu 8 e. Kr. höfðu menn fylgt
reglu Júlíusar Cæsars um lengd almanaksársins,
þannig að fjórða hvert ár var undantekningarlaust
látið vera hlaupár. En er tímar liðu, urðu menn
þess áskynja, að meðallengd almanaksársins („júlí-
anska“ ársins — 365,25 dagar) væri ekki í fullu
samræmi við lengd árstíðaársins. Þetta lýsti sér
meðal annars í því, að vorjafndægrin komu stöðugt
fyrr í marzmánuði. Um það leyti sem kirkjuþingið
var háð í Nikeu, höfðu vorjafndægur verið nálægt
21. marz, en á 16. öld var svo komið, að vorjafn-
dægrin bar upp á 11. marz eða þar um bil. Þótti
þá flestum fráleitt að miða áfram við 21. marz sem
vorjafndægradag eins og gert var í páskareglunum.
í annan stað munaði æ meiru á raunverulegri tungl-
fyllingu og þeirri sem reiknuð var með aðferð Dion-
ysiusar og lögð var til grundvallar við páskaútreikn-
1 í almanakinu 1970 bls. 195 stendur að tilskipunin
hafi verið birt árið 1581. Hið rétta er, að tilskipunin
var dagsett 24. febrúar 1581 að flórenstali, sem jafn-
gildir 24. febrúar 1582 eftir núgildandi tímatali, sbr.
almanak 1969, bls. 194.