Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 159
inginn. Hið raunverulega tungl var orðið á undan
áætlun, og bilið breikkaði að meðaltali um 1 dag
á hverjum 308 árum. Á 16. öld var skekkjan orðin
svo mikil (3 dagar), að hún var hverjum manni
augljós.
Markmiðið með tímatalsbreytingu Gregoríusar
13. var að leiðrétta báðar þessar skekkjur og færa
þannig páskahaldið í rétt horf. Var nefnd stjörnu-
fræðinga og stærðfræðinga falið að fjalla um mál-
ið. Nefndin ákvað að fylgja í höfuðatriðum vendi-
lega yfirveguðum tillögum sem ítalski læknirinn
og stjörnufræðingurinn Aloysius Lilius hafði sett
fram. Felldar voru úr tímatalinu 10 dagsetningar,
nægilega margar til þess að vorjafndægur yrðu aft-
ur nálægt 21. marz, og reglunni um hlaupár breytt
til þess að meðallengd almanaksársins samræmd-
ist betur árstíðaárinu. Var það gert með því að
fella niður 3 hlaupár á hverjum 400 árum og gera
þau að almennum árum. Þá var tekin upp ný að-
ferð við að reikna út tunglfyllingu þá, sem ráða
skyldi páskunum. Áður hafði einfaldlega verið reikn-
að með því, að kvartilaskipti tunglsins endurtækju
sig á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti (einni
>,tunglöld“). Þetta var nokkurn veginn rétt, en mun-
aði þó að jafnaði 1 degi á hverjum 308 árum (júlí-
onskum) eins og fyrr er sagt. Ef sama aðferð hefði
verið notuð óbreytt í nýja tímatalinu, myndi það
hafa leitt til skekkju sem svaraði 1 degi að meðal-
iali á hverjum 235 árum (gregoríönskum), þannig
að rétt tunglfylling hefði þá smám saman orðið
a eftir áætlun. Nú var þetta tekið til greina og
ákveðið að leiðrétting skyldi gerð með nokkru milli-
hili eftir föstum reglum.
Hið nýja tímatal, eða nýi stíll, var ekki tekið
(157)