Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Side 160
upp samtímis í öllum löndum, svo að á tímabilinu
frá 1582 og allt fram á þessa öld gat orðið tíma-
munur á páskahaldi eftir því hvort farið var eftir
nýja stíl eða gamla stíl. Þar við bættist, að sú skoð-
un varð stundum ofan á, að bæði vorjafndægur og
fyllingu páskatungls bæri að ákvarða með stjarn-
fræðilegum athugunum á hverjum tíma. Þá aðferð
viðhöfðu t. d. mótmælendur í Þýzkalandi á árun-
um 1700—1776, og í Svíþjóð frá 1740 til 1844. Ástæð-
an mun fyrst og fremst hafa verið sú, að mótmæl-
endum var í nöp við allt sem frá páfanum var
komið, og tímatalsreglurnar voru þar ekki undan-
skildar. Svipað var viðhorf hinnar grísk-kaþólsku
kirkju. Þegar hún um síðir féllst á að taka upp
nýja stíl, árið 1923, afréð hún að láta páskana ráð-
ast af raunverulegum gangi tungls og sólar miðað
við tímareikning Jerúsalemborgar. (Þetta síðasta at-
riði skiptir nokkru máli, því að bæði vorjafndægur
og tunglfylling geta leikið á tveimur dagsetningum
eftir því hvaða staðartíma er miðað við.) Afleiðing-
in hefur orðið sú, að í þeim löndum þar sem grísk-
kaþólsk trú er ríkjandi, eru páskar stundum haldnir
á öðrum tíma en páskar á Vesturlöndum.
Frá fyrstu tíð hafa verið uppi hugmyndir um að
binda páskana við fastan sunnudag í marz eða apríl
og losna þar með við ýmis óþægindi sem hreyfan-
leiki páskanna hefur í för með sér. Nægileg sam-
staða hefur þó aldrei náðst um þessa lausn málsins.
Verður nú vikið nánar að hinum upprunalegu
reglum til að finna páska, fyrst reglum gamla stíls,
sem kenndar eru við Dionysius Exiguus, og síðan
reglum nýja stíls, sem Aloysius Lilius lagði grund-
völlinn að. Báðar reglurnar má setja fram á sama
hátt í orðum, eins og gert var hér á undan, þ. e. a. s.:
(158)