Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 161
Páskadagur skal vera fyrsti sunnudagur eftir
fyrsta tunglfyllingardag frá og með 21. marz.
Munurinn á reglunum liggur hins vegar í því
hvernig tunglfyllingin er reiknuð, eins og nú skal
greina.
Páskatunglið í gamla stíl. Tunglöld og gyllinital.
Eins og fyrr er sagt var fylling páskatungls í
gamla stíl reiknuð út frá þeirri forsendu, að kvart-
ilaskipti tungls endurtækju sig nákvæmlega á sömu
rnánaðardögum á 19 ára fresti. Til þess að geta
sagt fyrir um tunglkomur og tunglfyllingar tiltekið
ar. nægði þá að þekkja stöðu ársins í þessari 19
ara tunglöld. Tunglöldin er stundum kennd við
gríska stjörnufræðinginn Meton, sem uppgötvaði
hana árið 432 f. Kr., en Babyloníumenn munu hafa
vitað um hana löngu fyrir þann tíma.
Þegar Dionysius samdi páskatöflu sína á 6. öld
e- Kr. lagði hann tunglöldina til grundvallar. Tafl-
an náði yfir tímabilið 532—626 e. Kr. og spannaði
þannig 5 tunglaldir. Þær töflur sem síðar voru gerð-
ar> mynduðu eðlilegt framhald af töflu Dionysiusar,
°g mun þannig hafa skapazt sú venja að reikna tungl-
aldirnar frá árinu 532 sem upphafsári. Einhvern
tíma síðar, líklega ekki fyrr en á 11. öld, var farið
að tákna stöðu árs í tunglöld með svonefndu gyllini-
1:ah (þ. e. gullinni tölu, uppruni nafnsins er óviss).
^ar Þá sagt að fyrsta ár í tunglöld hefði gyllini-
talia 1, næsta ár gyllinitalið 2, o. s. frv. upp í 19.
Arið 532, sem var fyrsta ár í tunglöld, fékk þannig
Syllinitalið 1, og árið 550, sem var 19. og síðasta
ari3 í sömu tunglöld, fékk gyllinitalið 19. Næsta
tunglöld hófst svo með árinu 551, sem fékk gyllini-
(159)