Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Side 162
talið 1, o. s. frv. Sé talið þannig áfram allt fram
á 20. öld, kemur í ljós, að sú tunglöld sem nú stend-
ur yfir, hófst með árinu 1957 og lýkur með árinu
1975. Árið 1971 er því 15. ár í tunglöld og hefur
gyllinitalið 15, eins og sjá má á bls. 2 í þessu al-
manaki. Gyllinital tiltekins árs má finna með því
að deila í ártalið með 19. Afgangurinn er þá ein-
um lægri en gyllinitalið.
í gamla stíl var gyllinitalið notað til að segja
fyrirum kvartilaskipti tunglsins árið um kring.Tafla
A sýnir tunglkomurnar fyrir sérhvert gyllinital sam-
kvæmt því kerfi sem almennt var notað. Þau ár,
sem gyllinitalið var 1, reiknuðu menn t. d. með því
að nýtt tungl bæri upp á dagana 23. janúar, 21. febr-
úar, 23. marz, 21. apríl, 21. maí, 19. júní, 19. júlí,
17. ágúst, 16. september, 15. október, 14. nóvember
og 13. desember. í þessu sambandi er rétt að geta
þess, að hugtakið nýtt tungl var áður fyrr notað
í annari merkingu en nú tíðkast. Þegar tungl er
nýtt, í nútímaskilningi þess orðs, er það sem næst
í sólstefnu og sést ekki á himninum vegna nálægðar
við sól. Einum til tveimur dögum síðar kemur tungl-
ið í ljós á himninum austan við sól, og það var sá
atburður sem upphaflega nefndist nýtt tungl eða
tunglkoma. Við val dagsetninganna í töflu A var
þessari hefð fylgt. í samræmi við hana taldist tungl-
fylling vera 13 dögum eftir tunglkomu, en ekki 15
dögum eftir tunglkomu, eins og nú myndi talið
réttara.
Með hliðsjón af töflu A var nú hægur vandi að
ákvarða páskatunglið í gamla stíl. Væri gyllini-
talið t. d. 1, sést með því að telja 13 daga frá tungl-
komudögunum í efstu línu töflunnar, að fyrstu tungl-
fyllingu frá og með 21. marz átti að bera upp á
(160)