Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 173
€rið mitt
eftir Mark Twain
Páll Skúlason þýddi
Eg átti ljómandi fallegt úr, sem hafði gengið í
hálft annað ár án þess að flýta sér eða seinka, án
þess að bila og án þess að stanza. Ég var farinn
að halda, að úrið væri óskeikult og verkið eins full-
komið og orðið gæti, og allsendis óbilandi. En svo
bar það við eina nótt, að úrið „gekk út“. Mér þótti
þetta leitt atvik og skoðaði það sem fyrirboða ann-
ars verra. Samt náði ég mér brátt og rak hjátrú
mína og kvíða á burt, harðri hendi. Daginn eftir
fór ég til helzta úrsmiðsins í borginni, til þess að
láta hann setja úrið nákvæmlega. Hann mælti: „Úr-
er fjórum mínútum of seint — það þarf að færa
stillinn". Ég reyndi hvað ég gat að halda aftur af
honum, og gera honum skiljanlegt, að úrið gengi
alveg hárrétt. En það var ekki nærri því komandi;
þetta kálhöfuð, sem kallaði sig manneskju, einblíndi
aðeins á það, að úrið var fjórum mínútum of seint,
°S hann yrði að færa stillinn, og meðan ég hopp-
aði 0g hringsnerist í kring um hann í örvæntingu
aiinni, framkvæmdi hann þessa svívirðilegu athöfn.
Og úrið fór að flýta sér. Það flýtti sér meir og meir
með degi hverjum. Áður en vika var liðin hafði það
hullandi hitasótt og slagæðin sló 150 högg — í
shugganum. Eftir tvo mánuði hafði það skotið öll-
um sigurverkum í borginni aftur fyrir sig og
(171)
var