Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 178
Milli himins og jarðar
Tunglgígum gefin nöfn.
Frá fornu fari hafa gígar á tunglinu verið látnir
heita eftir frægum persónum, einkanlega vísinda-
mönnum. Sem dæmi um gíganöfn má nefna Aristó-
teles, Celsíus, Einstein, Kóperníkus, Plató og Pýþa-
góras. Að sjálfsögðu hafa allir helztu gígarnir jarð-
armegin á tunglinu fyrir löngu hlotið nöfn. Gíg-
amir á bakhlið tunglsins hafa hins vegar verið
mönnum huldir þar til nýlega, að farið var að ljós-
mynda þá úr gervitunglum og síðar geimskipum.
Eitt af þeim verkefnum sem nú þarf að leysa, er
að velja nöfn á allan þann aragrúa gíga sem þarna
er að finna. Meira en þúsund tillögur hafa þegar
komið fram, og hefur nefnd á vegum alþjóðasam-
bands stjörnufræðinga unnið að því að undanförnu
að velja úr þessum tillögum. Meðal þeirra manna
sem þegar hefur verið ákveðið að heiðra á þennan
sérstaka hátt eru þeir Júrí Gagarín, sem var fyrsti
geimfarinn, Alexander Fleming, sá sem fann peni-
cillínið, og rithöfundurinn H. G. Wells, sem m. a-
skrifaði skáldsögu um menn sem komust til tungls-
ins. Nokkrir litlir gígar, bæði jarðarmegin á tungl-
inu og á bakhlið þess, hafa hlotið nöfn núlifandi
manna, og er það nýmæli. Mennirnir sem hér er
um að ræða eru sex geimfarar bandarískir (þeir
sem voru í Apolló 8 og Apolló 11) og sex sovézkir-