Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1971, Page 180
Mælingar með tækjum í gervitunglinu OGO 5
sýndu, að halastjarna Bennetts var umlukt geysi-
stóru vetnisskýi sem náði meira en 6 milljón km
út í geiminn. Skýið gaf frá sér útfjólublátt Ijós,
sem ekki komst gegnum gufuhvolfið, og var skýið
því ósýnilegt frá yfirborði jarðar. Svipað ský en
minna hafði áður fundizt umhverfis aðra hala-
stjörnu fyrr á árinu 1970, þegar sjónaukum í gervi-
tunglinu OAO 2 var beint að henni. Er nú talið
að slík vetnisský kunni að fylgja flestum ef ekki
öllum björtum halastjörnum.
Udið í andrúmsloftinu.
Mengun andrúmsloftsins hefur mjög verið til um-
ræðu að undanförnu, enda vandamálið alvarlegt
sums staðar í heiminum. í þessu sambandi hafa
heyrzt raddir um, að mannkyninu kunni að vera
hætta búin þegar fram líða stundir vegna skorts
á ildi (súrefni) í andrúmsloftinu. Nýlegar rannsókn-
ir benda þó til, að þessi ótti muni vera ástæðulaus.
Gerðar hafa verið mjög nákvæmar mælingar á ildis-
magni andrúmsloftsins og niðurstöðurnar bornar
saman við niðurstöður mælinga sem gerðar voru í
byrjun aldarinnar. Samanburðurinn sýnir, að eng-
in mælanleg breyting hefur orðið á ildismagni and-
rúmsloftsins það sem af er þessari öld. Útreikning-
ar sýna jafnframt, að þótt brenndur væri allur sá
forði sem vitað er um af hvers kyns eldsneyti, myndi
ildismagn andrúmsloftsins aðeins minnka um 3 af
hundraði. Það er því ekki ildisskortur sem óttast
þarf, heldur öllu fremur eiturefni eins og kolsýrl-
ingur sem stundum myndast við bruna og geta náð
hættulegu magni, sérstaklega í stórborgum.
(178)
Ji