Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 132
í Danmörku og varð í þriðja sæti. íslendingar unnu A-lið Dana 20-
17 (Kristján Arason 8) og B-lið Dana 24-20 (Kristján 8), en töpuðu
fyrir Sovétmönnum 12-27 (Kristján 5), Pólverjum 20-22 og
Austur-Þjóðverjum 21-26 (Þorbergur Aðalsteinsson 8). - A Rug-
leiðamótinu í byrjun febrúar vann rslenzka landsliðið alla leiki sína,
Frakkland 34-25 (Kristján 10), Bandaríkin 27-24 (Atli Hilmarsson
7) og Pólland 22-19 (Kristján og Sigurður Gunnarsson 6). Síðar í
febrúar léku Islendingar tvo landsleiki við Norðmenn hér á landi og
unnu báða 25-24 (Kristján 8) og 30-19 (Atli 8). Þetta voru síðustu
æfingaleikimir fyrir heimsmeistarakeppnina. - Um mánaðamótin
febrúar-marz fór fram heimsmeistarakeppni í handknattleik karla
í ýmsum borgum í Sviss. íslendingar voru í riðli með Suður-Kóreu-
mönnum, Tékkum og Rúmenum. Fyrsti leikurinn var gegn Suður-
Kóreu og töpuðu íslendingar honum 21-30 (Kristján 10), en síðan
unnust leikir gegn Tékkum 19-18 (Kristján 5) og Rúmenum 25-23
(Kristján og Atli 6). í milliriðli unnu íslendingar Dani 25-16 (Atli
8) , en töpuðu fyrir Ungverjum 20-21 (Rristján 9) og Svíum 23-27
(Kristján 5). í keppni um 5. sætið töpuðu Islendingar fyrir
Spánverjum 22-24 (Alfreð Gíslason 6) og lentu því í 6. sæti. Það
sæti dugarþó til þátttöku í handknattleikskeppni Olympíuleikanna
í Seoul árið 1988. - íslendingar léku tvo landsleiki við Austur-
Þjóðverja í Reykjavík í október og töpuðu báðum 21-22 (Sigurður
9) og 20-21 (Sigurður og Þorgils Óttar 6). - Landslið karla tók þátt
í alþjóðlegu móti í Hollandi í nóvember og varð í þriðja sæti, vann
ísrael, Bandaríkin og B -lið Hollands, en tapaði fyrir Norðmönnum
og A-liði Hollands. Síðasta keppni liðsins á árinu var hraðmót í
Reykjavík í desember með þátttöku Finna, Bandaríkjamanna og
tveggja íslenzkra liða. A-lið Islendinga sigraði naumlega. -
íslenzka kvennalandsliðið tók þátt í C-keppni heimsmeistaramóts
kvenna í handbolta, sem fram fór á Spáni um mánaðamótin
október-nóvember. Liðið lék fyrst tvo æfingaleiki við Spánverja,
tapaði öðrum 7-23,en vann hinn 20-19.1 sjálfri C-keppninni vann
ísland Portúgal 21-16 og Finnland 35-14, en tapaði fyrir Dönum
23-30 og Austurríkismönnum 19-28. Liðið lenti í 5. sæti íkeppn-
inni. íslenzka kvennalandsliðið lék þrjá leiki við Bandaríkjamenn
hér á landi í nóvember, tapaði tveimur en gerði eitt jafntefli. -
(130)
i