Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 138
í 7.-19. sæti á skákmóti í New York í apríl. - Jón L. Ámason varð
í 1 .-2. sæti á skákmóti í Helsinki í maí og júní, og náði hann með því
2. áfanga að stórmeistaratitli. Síðasta áfanga að þessum titli náði
Jón L. síðan með sigri á móti í Plovdiv í Búlgaríu í júlí. - Á móti í
Gausdal í Noregi í lok júlí varð Margeir Pétursson efstur og fékk
átta vinninga af níu. - Jóhann Hjartarson sigraði á opna brezka
samveldismótinu í London í ágúst. Hann fékk átta vinninga af níu.
-1 lok nóvember og byrjun desember fór Olympíuskákmótið fram
í Dubai við Persaflóa. Sveit íslands skipuðu þeir Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason,
Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins. Islendingar urðu í 5.
sæti með 34 vinninga og er það bezta frammistaða íslenzks skákliðs
á Ólympíumóti. Sovétmenn urðu sigurvegarar eins og oftast áður,
og hlutu þeir 40 vinninga (af 56). Jafntefli (2-2) varð í viðureign
Islendinga og Sovétmanna. - Þröstur Þórhallsson varð í 6. sæti á
heimsmeistaramóti unglinga í Groeningen í Hollandi í desember.
Skíðaíþróttir. Skíðamót íslands var haldið í Bláfjöllum við
Reykjavík um páskana. Isfirðingar voru þar sigursælastir og unnu
10 greinar, Reykvíkingar og Dalvíkingar unnu 4 hvorir og
Ólafsfirðingar 2. Einar Ólafsson frá Isafirði sigraði í 4 greinum í
göngukeppni og Daníel Hilmarsson frá Dalvík sigraði í svigi og
stórsvigi. Tinna Traustadóttir stóð sig bezt í Alpagreinum kvenna.
Keppendur á Islandsmótinu voru 79. - Þórdís Jónsdóttir varð í
febrúar Noregsmeistari í Alpatvíkeppni.
Sund. Sundmeistaramót Islands innanhúss var haldið í
Vestmannaeyjum f lok marz. Þar voru sett níu Islandsmet, og meðal
þeirra var sérlega glæsilegt met Bryndísar Ólafsdóttur (Þór í
Þorlákshöfn) í 100 m skriðsundi 57,71. Meistaramótið utanhúss (í
50 m laug) var haldið í Reykjavík í júlí. Þar voru sett sjö Islandsmet,
og fjögur af þeim settu sundsystkinin Bryndís, Hugrún og Magnús
Ólafsböm úr Þorlákshöfn. Eðvarð Þór Eðvarðsson fékk Páls-
bikarinn fyrir bezta afrek mótsins. Bikarkeppni 1. deildar fór fram
í Reykjavík í lok nóvember. Vestri frá Isafirði sigraði, og var þetta
því merkilegri sigur, sem félagið hefur ekki áður verið í 1. deild.
Aldursflokkamótið var haldið í ágúst, og þar sigraði sundfélagið
Ægir. - Kalottkeppnin var haldin í Oulu í Finnlandi í apríl. Islend-
ingar sigmðu og hlutu 249 stig, Norðmenn urðu í 2. sæti með 200
(136)