Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 176
Fryst fiskflök 12.100,4 (10.187,6)
Overkaður saltfiskur 4.893,5 (3.326,2)
Fryst rækja. 3.636,2 (1.774,9)
Loðnumjöl 2.338,7 (1.838,1)
Isfiskur í gámum 2.292,7 (1.055,5)
Isfiskur í fiskiskipum 1.546,4 (1.399,2)
Heilfrystur fiskur 1.060,3 (654,0)
Skreið 900,4 (179,1)
Loðnulýsi 887,6 (1.372,2)
Saltfiskflök 817,0 (294,0)
Frystur hörpudiskur 698,0 (482,9)
Saltsíld 526,9 (390,3)
Frystur humar 518,8 (422,5)
Fryst hrogn 371,3 (109,4)
Þorskmjöl 317,0 (164,5)
Hertir þorskhausar 235,1 (6,6)
VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR
Brýr. Helztu framkvæmdir í brúargerð voru þessar (10 metra
brýr og lengri): Á Kirkjufellsá í Grundarfirði var reist steypt
plötubrú í nýrri veglínu. - Á Sandá í Dýrafirði var sett 22 m steypt
plötubrú. - Á Osá\ Patreksfirði var einnig sett 22 m steypt plötubrú
og er hún í nýrri veglínu í botni Patreksfjarðar. - Á Hofsá á
Höfðastrandarvegi var smíðuð 18 m stálbitabrú með steyptu gólfi.
- Á Eyjafjarðará var smíðuð 135 m eftirspennt bitabrú í þremur
höfum með tveimur akreinum og gangstíg. -Á Gæsavatnaleiðvom
reistar tvær brýr á erfiðustu vatnsföllin á þessari öræfaslóð. Á
Skjálfandafljót var sett 14 m brú og 23 m brú á Jökulsá hjá
Upptyppingum. Þetta eru hvortveggja stálbitabrýr með
timburgólfum.
Hafnir. Helztu framkvæmdir í hafnagerð voru á þessum stöðum
(getið er þeirra staða, þar sem unnið var fyrir meira en 5 millj. kr.):
I Reykjavfk var áfram unnið að landfyllingu í Vesturhöfn og
frágangi við olíubryggju þar. - Á Akranesi var settur kantur á
aðalhafnargarðinn og rafbúnaður á hafnarsvæðinu endurbættur. -
Á Flateyrí var rekið niður stálþil og kantbiti steyptur. - I
Bolungarvík var trébryggja styrkt og steypt þekja á hafnargarð. -
(174)