Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 95
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR
Myndin á bls. 92 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+)
eða draga frá (-) íslenskum tíma til að finna hvað klukkan er að
staðaltíma annars staðar á jörðinni.
Við jaðra kortsins, efst og neðst, eru reitir sem afmarka svonefnd
tímabelti sem liggja beint frá norðri til suðurs milli heimskauta. Þessi
einfalda og reglulega beltaskipting gildir á úthöfum og í lofti við
siglingar og flug. Á landi eru hins vegar víða frávik frá beltatímanum
eftir því sem hagkvæmast hefur þótt í hverju ríki vegna landamæra eða
af öðrum ástæðum. Gott dæmi um þetta er Kína þar sem staðaltíminn
er alls staðar 8 stundum á undan íslenskum tíma þótt ríkið sé svo
víðlent að það skeri fimm tímabelti. Nokkur lönd fylgja tíma sem ekki
víkur heilum stundafjölda frá íslenskum tíma. Þetta er sýnt á kortinu
með tölum sem tákna frávikið í mínútum frá viðkomandi stundafjölda.
Dæmi um þetta er Indland, þar sem klukkan er 5 stundum og 30
mínútum á undan íslenskum tíma, og Nýfundnaland, þar sem klukkan
er 3 stundum og 30 mínútum á eftir íslenskum tíma.
Á kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf.
Lína þessi nefnist dagalína og gegnir því hlutverki að aðgreina þau
svæði, sem lengst eru komin í tíma, frá hinum, sem skemmst eru
komin. Dagalínan var staðsett með alþjóðasamþykkt og tvískiptir hún
einu tímabeltanna. Staðaltíminn vestan línunnar er réttum sólarhring á
undan staðaltímanum austan við, og verður því að breyta um dagsetn-
ingu þegar farið er yfir línuna.
Á það skal bent að austasti hluti Síberíu (svo og Tongaeyjar, sem
ekki sjást á kortinu) er 13 stundum á undan íslandi í tíma. íbúarnir þar
geta því ritað nýja dagsetningu fyrstir jarðarbúa. Þegar klukkan á
Islandi er 12 á hádegi hinn 31. desember er klukkan austast í Síberíu 1
að morgni hinn 1. janúar. í Alaska, hinum megin við Beringssundið,
er klukkan þá 3 að morgni og dagsetningin þar er 31. desember.
Sumartími. í mörgum löndum tíðkast sá siður að flýta klukkunni um
eina klukkustund frá staðaltíma á sumrin. Er klukkunni þá yfirleitt
flýtt í mars eða apríl en seinkað aftur í september eða október -
þ.e.a.s. á norðurhveli jarðar. Þær þjóðir á suðurhvelinu, sem flýta
klukkunni, gera það yfirleitt í september eða október og seinka henni
aftur í mars eða apríl. í nær öllum Evrópulöndum gildir sumartími frá
síðasta sunnudegi í mars til síðasta laugardags í september. Á Bret-
landseyjum er gildistíminn þó lengri, til sunnudagsins eftir 4. laugar-
dag í október. f Bandaríkjunum var nýlega ákveðið að sumartími
skyldi standa frá fyrsta sunnudegi í apríl til laugardagsins fyrir síðasta
sunnudag í október. (Rfkin Arizona, Indiana og Hawaii flýta þó ekki
klukkunni.) Búist er við að Kanada muni fylgja sömu reglu. í Japan er
klukkunni ekki flýtt.
í nokkrum löndum er staðaltíminn 1 klst. eða meira á undan
beltatíma og má því segja að sumartími gildi þar allt árið. Þetta á við
um ísland, Alaska, Sovétríkin og Argentínu eins og sjá má á kortinu.
(93)