Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 95

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Page 95
TÍMASKIPTING JARÐARINNAR Myndin á bls. 92 sýnir hve mörgum stundum þarf að bæta við (+) eða draga frá (-) íslenskum tíma til að finna hvað klukkan er að staðaltíma annars staðar á jörðinni. Við jaðra kortsins, efst og neðst, eru reitir sem afmarka svonefnd tímabelti sem liggja beint frá norðri til suðurs milli heimskauta. Þessi einfalda og reglulega beltaskipting gildir á úthöfum og í lofti við siglingar og flug. Á landi eru hins vegar víða frávik frá beltatímanum eftir því sem hagkvæmast hefur þótt í hverju ríki vegna landamæra eða af öðrum ástæðum. Gott dæmi um þetta er Kína þar sem staðaltíminn er alls staðar 8 stundum á undan íslenskum tíma þótt ríkið sé svo víðlent að það skeri fimm tímabelti. Nokkur lönd fylgja tíma sem ekki víkur heilum stundafjölda frá íslenskum tíma. Þetta er sýnt á kortinu með tölum sem tákna frávikið í mínútum frá viðkomandi stundafjölda. Dæmi um þetta er Indland, þar sem klukkan er 5 stundum og 30 mínútum á undan íslenskum tíma, og Nýfundnaland, þar sem klukkan er 3 stundum og 30 mínútum á eftir íslenskum tíma. Á kortinu liggur óregluleg lína frá norðri til suðurs yfir Kyrrahaf. Lína þessi nefnist dagalína og gegnir því hlutverki að aðgreina þau svæði, sem lengst eru komin í tíma, frá hinum, sem skemmst eru komin. Dagalínan var staðsett með alþjóðasamþykkt og tvískiptir hún einu tímabeltanna. Staðaltíminn vestan línunnar er réttum sólarhring á undan staðaltímanum austan við, og verður því að breyta um dagsetn- ingu þegar farið er yfir línuna. Á það skal bent að austasti hluti Síberíu (svo og Tongaeyjar, sem ekki sjást á kortinu) er 13 stundum á undan íslandi í tíma. íbúarnir þar geta því ritað nýja dagsetningu fyrstir jarðarbúa. Þegar klukkan á Islandi er 12 á hádegi hinn 31. desember er klukkan austast í Síberíu 1 að morgni hinn 1. janúar. í Alaska, hinum megin við Beringssundið, er klukkan þá 3 að morgni og dagsetningin þar er 31. desember. Sumartími. í mörgum löndum tíðkast sá siður að flýta klukkunni um eina klukkustund frá staðaltíma á sumrin. Er klukkunni þá yfirleitt flýtt í mars eða apríl en seinkað aftur í september eða október - þ.e.a.s. á norðurhveli jarðar. Þær þjóðir á suðurhvelinu, sem flýta klukkunni, gera það yfirleitt í september eða október og seinka henni aftur í mars eða apríl. í nær öllum Evrópulöndum gildir sumartími frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta laugardags í september. Á Bret- landseyjum er gildistíminn þó lengri, til sunnudagsins eftir 4. laugar- dag í október. f Bandaríkjunum var nýlega ákveðið að sumartími skyldi standa frá fyrsta sunnudegi í apríl til laugardagsins fyrir síðasta sunnudag í október. (Rfkin Arizona, Indiana og Hawaii flýta þó ekki klukkunni.) Búist er við að Kanada muni fylgja sömu reglu. í Japan er klukkunni ekki flýtt. í nokkrum löndum er staðaltíminn 1 klst. eða meira á undan beltatíma og má því segja að sumartími gildi þar allt árið. Þetta á við um ísland, Alaska, Sovétríkin og Argentínu eins og sjá má á kortinu. (93)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.