Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 189
vísitölu framfærslukostnaðar milli árana 1985 og 1986. Sé reiknað
frá upphafí til loka ársins 1986 var hækkun framfærslukostnaðar
um 13%. Er þetta minnsta verðbólga síðan 1972 eða í 15 ár. Mesta
mánaðarhækkun varð í janúar 2,94% en í marz urðu þau tíðindi, að
verðhjöðnun varð í stað verðbólgu, - 1,53%. - Meðalgengi er-
lendra gjaldmiðla hækkaði um 5,8% á árinu.
Verðlag á nokkrum algengum vörutegundum var sem hér segir
í nóvember 1986 (innan sviga eru tölur frá nóv. 1985): Franskbrauð
sneitt, kg 86,50 (65,47), súpukjötskíló 267,23 (176,50), ýsukfló
103,67 (85,67), nýmjólkurlítri í pakka 37,50 (33,30), eplakfló
79,50 (71,11), kartöflukfló 40,27 (33,56), strásykurskfló 20,59
(20,10), kaffikfló 386,13 (236,65), appelsínflaska 15,00 (13,19),
brennivínsflaska 740,00 (740,00), vindlingapakki 93,00 (80,70),
herraskyrta 1211,00 (893,30), benzínlítri 25,00 (35,00), bíómiði
140,00 (130,00), síðdegisblað í lausasölu 50,00 (40,00).
VINNUMARKAÐUR
Atvinnuleysisdagar á árinu voru taldir um 214.000, og var það
um 0,7% af áætluðum mannafla (0,9% árið 1985). Þetta svarar til
þess, að 820 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá að meðaltali allt
árið. Atvinnuleysið var hið minnsta síðan 1982. í desember voru
þannig skráðir aðeins um 21.000 atvinnuleysisdagar (um 40.000
árið 1985). Yfirleitt var talið, að framboð á vinnu væri meira en
eftirspum. í nóvember kom t.d. fram, að fólk vantaði í um 2.700
störf í landinu.
Hinn 26. febrúar var undirritaður kjarasamningur milli
Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands íslands.
Gilti hann til áramóta og skyldu laun hækka um 5% við undirritun,
2,5% l.júní,3% 1. septemberog2,5% l.desember.Þávargertráð
fyrir sérstökum kjarabótum til þeirra, sem höfðu lægri laun en
35.000 kr. Skyldu þær koma til greiðslu 15. apríl og 15. júní. Til
þess að greiða fyrir þessum samningum lofaði ríkisstjómin að
lækka stórlega tolla á bflum, heimilistækjum, grænmeti o. fl.
Einnig var lofað úrbótum í húsnæðismálum. Gerður var
sérsamningur við fiskverkunarfólk og lengdist uppsagnarfrestur
þess úr viku í mánuð. Samningur þessi reyndist stefnumarkandi
(187)