Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2004, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Kona stal
hjálpartækj-
um ástarlífsins
Aðfaranótt sunnudags-
ins var lögregla kölluð til
vegna þjófnaðar úr hjálpar-
tækjaverslun sem rekin er á
skemmtistað í miðborg-
inni. Þar hafði kona verið
tekin fyrir að stela margs
konar tækjum til ástarleikja
fyrir rúmar 40 þúsund
krónur. Maðurinn sem með
henni var hafði hins vegar
ekki tekið neitt ófrjálsri
hendi.
Blóðið flóði
Fjölskylda Þórðar Víðis Jónssonar var stöðvuð í tollinum þegar hún kom með
Norrænu frá Danmörku á fimm bílum með búslóð móður hans, Petreu Emanúels-
dóttur. Tollurinn tók þrjá kassa af Pepsíi sem keyptir voru í Þýskalandi, 40 kíló af
kryddi og jólasælgætið. Petrea fær ekki sultur, graut og súrar gúrkur sem hún hef-
ur lagt mikið í að búa til.
Tollurinn tók Pepsí og
jólasælgætiö of mömmu
úrfingursári
Um hálftvöleytið að-
faranótt sunnudagsins
hringdi kona í lögreglu
og tilkynnti að blóð væri
um alla rbúð hennar. Illa
gekk að fá upplýsingar
hjá konunni þannig að
sjúkralið og lögregla
voru send á staðinn.
Konan reyndist vera
með lítinn skurð á fingri
og fékk hún plástur hjá
sjúkraflutningamönn-
um.
Drakk hálfa
aðra koníaks-
flösku af stút
Rétt fyrir miðnætti á
laugardag var óskað að-
stoðar lögreglu á veitinga-
stað í austurborginni. Þar
hafði matargestur drukkið
eina og hálfa koníaksflösku
og neitaði svo að greiða fyr-
ir veitingarnar. Drukkið var
af stút þannig að ekki
reyndist unnt að bjóða það
sem eftir var af flöskunni.
Heildarverðmæti flaskn-
anna er 85-90 þúsund
krónur.
„Það er allt á fullu hérna,"
segir Björn Mikaelsson yfír-
lögregluþjónn á Sauöárkróki
sem rannsakar bruna um
helgina.„Það er ein lögregla I
landinu og við þurftum hjálp
bæði frá tæknideildarmönn-
um í Reykjavik og mönnum
wZmX tmHtwrw
þaö brugðust ......
allir mjög vel við. Það eru allir
boðnir og búnir að veita að-
stoö þegarsvona mál koma
upp. Við erum búnir að vera i
stöðugum framburöarskýrsl-
um og staðan er þannig að
við erum að rannsaka alla
anga. Við getum ekkert stað-
fest en útilokum ekki neitt
heldur bíðum fyrst eftir niöur-
stöðum úr vettvangsrannsókn
og krufningu."
Leið eins og afbrotamanni
„Við tæmdum íbúðina í Dan-
mörku og tókum bara ísskápinn eins
og hann stóð og settum í húsbílinn
með öllu,“ segir Petrea sem hélt að
hún hefði gengið úr skugga um að
hún mætti taka með sér búslóðina
með öllu. „Við vorum ekki með
áfengi eða tóbak heldur bara sak-
lausan heimilismat og jólavörur."
Sælgætið sem tollurinn tók var fyrir
íjölskylduna til að eiga um jólin.
„Þetta var brjóstsykur, hlaup og
Þórður Víðir Jónsson lagði í gær fram kvörtun hjá dómsmála-
ráðuneytinu vegna framkomu Sýslumannsins á Seyðisfirði í
sinn garð og fjölskyldu sinnar.
„Hann lét okkur bíða í fjóra tíma
á Seyðisfirði og tók af okkur sirka
sex kassa af pepsí, jólasælgætið og
kryddkassa og sektaði okkur um 40
þúsund krónur alls,“ segir Þórður.
„Síðan vorum við látin skrifa upp á
sátt um að gera ekkert í málinu, en
það voru mistök að gera það. Við
vorum búin að bíða í fjóra tíma og
vildum losna," segir hann.
Keyptu gos og nammi
Þórður fór ásamt þremur fjöl-
skyldumeðlimum á sendibifreið
sinni til Danmerkur í nóvember til
að sækja búslóð móður sinnar,
Petreu Emanúelsdóttur, sem hefur
búið þar í átta og hálft ár. í leiðinni
óku Þórður og frændi hans til
Þýskalands og keyptu þar húsbfl.
Þar sem Petrea bjó skammt frá
landamærunum við Þýskaland
ákvað fjölskyldan að birgja sig upp
af gosdrykkjum og sælgæti fyrir jól-
in í landamæraverslununum. Til að
mynda keyptu þau pepsíkassa á
hagstæðu tilboði. Þrír kassar kost-
uðu ekki nema 800 krónur. „Ég
held að þeir hafi tekið svona hart á
okkur af því þeir fundu hvorki bjór
né brennivín," segir Þórður. „Það
eina sem tollurinn fann var stykki
af hráskinku og okkur finnst svo
sem í lagi að þeir taki á því og við
getum alveg borgað sanngjama
sekt en þessi vinnubrögð voru fá-
ránleg. Einn starfsmaður hjá tollin-
um hristi líka höfuðið yfir þessu,“
segir hann.
Petrea var undrandi á móttök-
unum sem hún fékk í sínu heima-
landi eftir svo langa fjaiveru. „Þeir
vigtuðu alla matarafgangana úr
ísskápnum. Ég bjóst ekki við því að
mega ekki taka með mér það sem
var í skápnum," segir hún.
súkkulaði. Við emm stór fjölskylda,"
segir hún. Hún saknar einnig mat-
væla sem tollurinn tók og hefur ekki
skilað. „Þarna er sulta, ávaxtagraut-
ur, súrsaðar gúrkur og rauðbeður
sem ég bjó til sjálf og vil fá sem
fyrst," segir Petrea.
Petrea segir tollarana hafa verið
reiða. „Þeir vom fúlir og leiðinlegir.
Manni leið eins og afbrotamanni,"
segir hún.
Sektaður fyrir olíu
Þórður er einnig óánægður með
hvernig komið var fram við hann út
af olíu sem hann tók með sér í bfln-
um. „Ég tók með mér olíu á tunnu
Þeir voru fúlir og leið-
inlegir. Manni leið
eins og afbrotamanni.
til að þyngja bflinn og svo er hún
miklu ódýrari hér en úti. Þegar ég
kom til baka átti ég 20 lítra eftir á
brúsa og var sektaður fyrir það. Mér
finnst það fáránlegt því það fer eng-
inn að smygla olíu hingað sem er
helmingi dýrari úti en hér. Það er
ekki sektin sem skiptir máli heldur
framkoman. Þetta er valdníðsla."
segir Þórður.
kgb&dv.is
Petrea Emanúelsdóttir Vill
fá sultur, grauta og afganginn
afkryddinu sem tollurinn á
Seyðisfirði tók afhenni.
Árborg ályktar um sorphirðumál
Óvænt orðsending til stöðumælavarða
Bæjarstjóri vill
ruslatunnu
Sveitarstjóri Árborgar vill rusla-
tunnur í bæinn. f nýlegri fundargerð
umhverfisnefiidar bæjarins fagna
nefndarmenn hugmyndum um
tunnuvæðingu við sorphirðu í sveit-
arfélaginu og telja að við tunnu-
væðinguna muni sorp minnka
og endurvinnsla aukast. Einar
Njálsson, bæjarstjóri Árborgar,
lýsir stöðunni í sorpmálum í
dag:
„Flestir eru bara með plast-
poka,“ segir hann. „Sjálfur geymi
ég pokann í timburkassa með
hring en það getur vel ver-
ið að einhveijir hafi pok-
ana ofaní járntunnum."
Einar segist ekki
geta útskýrt af hverju svörtu plast-
tunnurnar hafi ekki hafið innreið
sfna í Árborg. „Við erum búin að vera
að vinna að þessu núna í eitt og hálft
ár og ég vona að þetta fari að
ganga," segir Einar sem telur
að fleiri sveitarfélög þurfi að
tunnuvæðast. „Ég vona að
Hvergerðingar fylgi okkur í
þessu," bætir hann við.
Einar Njálsson bæjarstjóri
Vill plasttunnur I staðinn fyrir
plastpoka.
Hótel Borg borgar sektina
f glugganum á rauðum bíl fyrir utan
Hótel Borg var í gær miði sem á stóð eft-
irfarandi: „Eigandi þessa bíls er gestur á
Hótel Borg. Vinsamlegast rukkið inni."
Var þessari orðsendingu beint til stöðu-
mælavarða sem em að sögn Dagnýjar
Birgisdóttur í lobbíinu á
Borginni - afar sektar-
glaðir.
„Stöðumælirinn fyrir
utan hótelið er bilaður.
Þess vegna settum við
þennan miða í bílinn," seg-
ir hún." Við höfum stund-
um lent í vand-
ræðum þegar
fá
Miðinn umdeildi Stöðu
mælirinn er bilaöur og þvi
borgar hótelið brúsann.
hótelgestir
stöðumæla-
sektir. Stund-
um skella þeir miða á bílaleigubíla þeg-
ar gestir koma inn til að sldla lyklunum."
Dagný sagði í gær að enginn stöðu-
mælavörður hefði gert sér ferð inn á
Dagný Birgisdóttir f lobbf-
inu Segir stöðumæ/averði
afar sektarglaða.
hótelið og við eftirgrennsl-
an DV kom í ljós að eng-
inn sektarmiði var á bíln-
um. ,Ætli skilaboðin séu ekki að virka,"
segir Dagný sem sér um að borga í
stöðumælinn fyrir gesti meðan mælir-
inn sjálfur er bilaður. Hún tekur þó fram
að Hótelið rukki gesti fyrir þann pening.
Það er ekkert frítt í hundraðogeinum
Reykjavík.