Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2004, Side 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2004 13 Natalía Wium á heimili sfnu í Kópavogi „Þetta hjónaband er búið,' segir hún. Viðtal við hjónin f tímaritinu Birtu Hérna sá þjóðin Natalíu I fyrsta skipti. „Hann varð mjög reiður þegarégsagði honum að ég vildi skilja. Ástþór vili vera sá sem ræður. Sá sem hefur valdið." Astþór og tómatsósan Vakti þjóðarathygli íréttarsal. mm mm am ...að eiga ekki sjónvarp? „Það er bara ljómandi fínt. Það hefur aldrei truflað mig neitt að vera ekki með sjónvarp. Ég hef átt sjónvarp um ævina en síðustu tíu mánuðina hefur heimili mitt verið sjónvarpslaust og ég sakna þess ekki. Fyrst hélt ég að ég myndi sjá eftir föstum þáttum sem ég hafði fylgst með, eins og Sopranos og Bráðavaktin, en öðru nær, ég var fljót að komast yfir það. Ég hef áttað mig á því að sjónvarpið er rosalegur tímaþjófur, það tekur frá þér enda- lausan tíma. Ég hef nóg annað við minn tíma að gera en að glápa á sjónvarp. Sjónvarp er athyglisþjófur Ástæða þess að ég á ekki sjón- varp er í raun val. Ég bjó erlendis um tíma og þegar við fluttum hing- að heim vorum við ekki með sjónvarp. Við ákváðum að á meðan við vær- um að koma okk- ur fyrir í nýju íbúðinni mynd- um við ekki fá okkur sjónvarp strax, reyna að taka frekar upp úr kössunum og einbeita okkur að því að koma okkur fyrir. Svo áttuðum við okkur á því að best væri að hafa ekki sjónvarp yfir höfuð. Maður hefur þá meiri tíma til annarra hluta. Á kvöldin er alltaf brjálað að gera hjá mér, ég á tvö litla stráka, tíu mánaða og þriggja ára, og hef nóg með þá. Sjónvarp er svo mikill at- hyglisþjófur, fólk hefur alltaf kveikt á því og getur ekki einbeitt sér að neinu. Ég les frekar bækur og fer fyrr að sofa á kvöldin. Því er ég orkumeiri og á ekki lengur í vand- ræðum með að vakna á morgn- anna. Hlusta á útvarpið Ég hlusta mikið á útvarp og þá aðallega gömlu gufuna. Þegar mað- ur fer virkilega að hlusta á útvarp vill maður ekki hafa neina síbylgju. Innlend þáttagerð er áhugaverð í útvarpinu, mikið af fróðlegum og skemmtilegum þáttum, eins og Víðsjá, og svo er miðdegissagan líka góð. Ég held að fólk hlusti almennt alltof lítið á útvarp. Útvarpsþætt- imir sem ég hlusta á skilja örugg- lega meira eftir sig en bandarískar sápuóperur. Veit ekkert um þetta Idol Ég hef nú ekki lent í því að fólki finnist það vera skrítið að ég sé sjónvarpslaus. Ég ségi bara að þetta sé mitt val og þá skilur fólk það al- veg. Ég er eðlilega svolítið útundan í umræðum um sjónvarpsþætti, ég veit ekkert hvað er að gerast í þess- um þáttum sem allir tala um, þess- um raunveru- leikaþáttum og Idolinu. Það háir mér ekkert, ég hef engan áhuga á að fylgj- ast með þessu. Þegar við bjugg- um úti vorum við með sjötíu stöðvar. Það var alltof mikið, maður bara sogaðist inn í þetta allt og það getur ekki verið Fjölskyldan vill skaupið Við höfum planað að fjölskyldan verði hér hjá okkur á gamlárskvöld. Fólki fannst náttúrulega ómögulegt að ekki væri hægt að horfa á ára- mótaskaupið svo að tengda- mamma ætlar að láta okkur fá sjón- varp yfir hátíðarnar. Þá geta krakk- amir fylgst með jóladagatalinu og allir horft á skaupið. Mér finnst ágætt að fá sjónvarpstæki inn á heimilið yfir hátíðarnar en ég skila því strax eftir áramót. Krakkar horfa allt of mikið á sjónvarp nú til dags. Ég man eftir því þegar það var ekk- ert sjónvarp á fimmtudögum og í júh'. Maður varð aldrei háður þessu eins og oft er með böm í dag. Ég held að allir ættu að prófa að sleppa því að vera með sjónvarp. Eftir viku sérðu að það margborgar sig." áÍílandi («rsjónvarpsáholf virðist taka meiri tíma en hollt ^“Xta oq leto sér úti Inni I nánast hverju atssrS-aíssr „Fólki fannst nátt- úrulega ómögulegt að ekki væri hægt að horfa á áramóta- skaupið svo að tengdamamma ætlar að láta okkur fá sjón- varp yfír hátíðarnar." hollt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.