Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Arnaldur stefnir í met Hjá Eddu eru menn kampakát- ir og liggur við að kampavínstapp- arnir séu þegar farnir að fljúga. Ekki aðeins náði útgáfufélagið að raða sínu fólki á besta stað á mark- aðstorginu því sem kennt er við hin íslensku bókmenntaverðlaun, og eru nú af sumum kölluð Eddu- verðlaunin, heldur hafa nú þegar fyrstu 10.000 eintök Kleifarvatns Amaldar Indriðasonar gengið til þurrðar. Eddumenn binda við það vonir að önnur tíu þúsund eintök seljist og ekki að ófyrirsynju því tvær vikur eru til jóla. Ef það geng- ur eftir þá verður Kleifarvatn ein söluhæsta íslenska bók alha tíma. Borgþór hættur að blogga Bloggarinn og rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson segist hættur „öllu plöggveseni" og það nú þegar tvær vikur eru til jóla! Fyrir liggi lofsamlegir dómar í DV, sæmilegir í Fréttablaðinu, viðtal í Vesturbæjarblaðinu, viðtal í Fréttablaðinu og kynning á Kist- unni. Það verði að duga. En Mogg- inn er í djúpum skít: „Mogginn um- gengst mig eins og daun- illt kvik- indi og myndi lík- lega eitra fyrir mér ef hann fengi til þess tæki- færi. Hef ekki hugmynd um af hverju þau sinnaskipti stafa, líklega er þetta þó einhver ringuheið, blankheit og doði á blaðinu. Ég fæ ekki einu sinni ritdóm í blaðinu eins og eiginútgáfuskáldin hafa þó verið að fá undanfarið. En það skyldi þó aldrei vera að ég yrði langlífari en Mogginn? Ekkert er varanlegt í tilverunni og ég veit ekki betur en óveðursskýin hlaðist upp yfir blaðinu.“ Og hvað verður um marglofað viðtal sem Víðsjár- drengir voru búnir að Iofa Ágústi? Það verður bara að hafa það. Kristján Kristjánsson, fréttamað- ur í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, var fluttur á sjúkrahús á dögunum og skiidi konu og börn ein eftir heima á aðventunni. Svo ekki sé minnst á sjónvarpsáhorfendur sem misstu hann einnig: „Hann fór á sjúkrahús á þriðju- daginn og kom svo aftur heim í gær,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, eiginkona Kristjáns. „Hann fékk slæma sýkingu í hálsinn, bólgnaði upp og þurfti sterk sýklalyf. Til að hægt væri að gefa honum þau beint í æð þurfti hann á sjúkrahús," segir eiginkonan. í raun telur Kristín að Kristján hafi haft gott af hvíldinni; róa radd- böndin og koma svo aftur sterkur inn í sjónvarpið eftir helgi: „Hann var svo bólginn að hann gat hvorki talað né kyngt," segir hún. Kristján og Kristín hafa verið saman í þrettán ár en giftu sig fyrst fyrir tveimur árum. Slógu þau brúð- kaupinu saman við fertugsafmæli húsbónandans. Sjálf var Kristín rétt að skríða yfir fertugt fyrir skemmstu: „Nei, hann talar ekki sem 9arlægðir voru,“ segir Kristín , „ sem kann því vel að sjá manninn jafn mikið her heima og sinn næstum því á hverju kvöidi í t . «... /,. sjónvarpinu. Finnst það bara folk kynm að halda eftir huggulegt að hafa hann á skjánum að hafa séð hann í sjón varpinu. Hann talar bara jafnt og þétt." „Víst þekki ég hann vel eftir öll þessi ár og minnist þess ekki að hann hafi farið á sjúkrahús áður. Nema hvað að fyrir átta árum eða svo vom teknir úr honum kirtlarnir. Ég held að læknarnir séu einmitt að kanna hvort þessar bólgur núna geti stafað af leifiim af þessum kirtlum inni í stofu svona eins og hvert ann- að stofustáss: „Nei, hann talar ekki jafn mikið hér heima og fólk kann að halda eft- ir að hafa séð hann í sjónvarpinu. Hann talar bara jafnt og þétt," segir eiginkona Kristjáns sem alið hefur honum ijögur börn. Það yngsta er aðeins fjögurra mánaða og því er Kristín nú í fæðingarorlofi frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri Þýsk-ís- lenska verslunarráðsins: „Já, þakka þér fyrir, það er nóg að gerar þar,“ segir hún. Kristján Kristjáns- son Á sjúkrqbús slð- astliðinn þriðjudag með bólginn háls og gat hvorki talað né kyngt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.