Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Fréttaskýring A meðan ríkið færir sig út á ystu mörk í afskiptasemi af landsmönnum, öldruð hjón fá ekki að búa saman og kærustupör þurfa leyfi til að sitja saman, fátækir þurfa að standa í biðröð eftir mat, sjúklingar þurfa gjafir til að geta haldið jól og fangar búa við ómannúðlegar aðstæður, ákveða stjórnvöld að kippa grundvelli undan skrifstofu sem vinnur að framgangi mannréttindamála. Á sama tima er svipuðum upphæðum varið í mannréttindi og að kaupa skripamyndir af ráðamönnum. Magnús Benjam/nsson Yfirgaf Grund með ættingjum þvl engin virðing var borin fyrir heimili hans. „Eg þoli þetta ekki lengur og yil fá að vera út affyntmig, eiga mér smá einkalíf. Á maður ekki rétt á því?" Yfirmenn á Elliheimilinu Grund ætluðust til þess að Magnús Benjamínsson byggi við það að á heimili hans væri stanslaus straumur fólks sem staldraði við í lengri eða skemmri tíma. Hann fékk ekkert að hafa um það að segja hverjir byggju með honnm og þegar hann langaði að hringja í sína nánustu að- standendur var honum sagt að hann mætti það ekki. Magnús, sem er rúmlega áttræður, gat ekki meir. „Ég þoli þetta ekki lengur og vil fá að vera út af fyrir mig, eiga mér smá einkalíf. Á maður ekki rétt á því?“ spurði Magnús. Hann hafði reynt að fá bætt úr sínum aðstæðum en á það var ekki hlustað. Magnús gafst upp. Hann vildi ekki búa lengur þar sem ekkert tillit væri tekið til hans. Þessi áttræði maður hélt að hann væri bú- inn að fá heimili til að eyða ellinni á en er nú upp á ættingja kominn. Dóttir hans fliugar að taka hann með sér til Danmerkur og segir: „Það hafa ekki allir þann möguleika og maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvað hefði gerst ef maðurinn hefði ekki átt í önnur hús að venda.“ Hjónum stíað í sundur Saga Magnúsar er ekkert eins- dæmi. Á Morgunvakt Rfldsútvarps- ins hefur síðustu tíu dagana verið fjallað um málefni aldraðra. Bergljót Baldursdóttir hefur tekið viðtöl við aldrað fólk og aðra sei þekkja til málaflokksins. Það er ekki fögur mynd sem birt- ist þar af því hvernig velferð- arsamfélagið fsland býr að , eldri borgurum þessa lands. j Hjón fá ekki að búa saman á elli- og hjúkrunarheimilum. Fólk er svipt fjárræði og lög- fræðingur sagði að varla væri hægt að bjóða nokkurri manneskju upp á að vera svipt persónufrelsi sínu einsogtíðkastáelliheim- “ ilum. Fengu ekki að sitja saman Einn viðmælandi Morgunvaktar- innar var sjómaður sem sagðist al- veg geta bjargað sér sjálfur. Hann ákvað að flytja á elliheimili en þá var helmingur lífeyrisins hans tekinn af honum í hverjum mánuði. Síðan var þjónustan skert. Þessi maður eign- aðist kærustu á heimilinu en þau fengu ekki að sitja saman á mat- málstímum. Engu gilti þótt sæti við hlið mannsins væri autt. í könnun sem nýlega var gerð kom fram að hjón fái oft og tíðum ekki að vera saman í herbergi. Ólöf Ólafsdóttir, fýrrum prestur aldr- aðra, kannaðist við það að þetta gerðist og að það væri algengt að starfsfólk hefði vit fyrir því hvernig gamla fólkið hagaði lífi sínu. Það kemur fram í nýlegri könnun að starfsfólk á elli- og hjúkrunarheim- ilum bankar ekki áður en að gengur inn á heimili heimilis- fólksins, það biður ekki um leyfl áður en gramsað er í eigum þess, fólk fær ekki að hafa lykil að fbúðum sín- um. Þannig má áfram Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir Pottur brotinn. Njósnað um útlendinga í blaðinu hjá okkur í gær var líka sagt frá Pashar nokkrum. Þetta er ekki algengt nahi á íslandi enda Pashar fæddur í Sýrlandi. Hann hef- ur þó búið hér árum saman og er að því er virðist hamingjusamlega kvæntur Þórkötlu Jónsdóttur. Þau hjónin, sem reka kaffihús í miðborg- inni, voru með gesti í heimsókn þeg- ar óboðnir menn bönkuðu upp á. Þeir kynntu sig sem þeir væru frá Út- lendingaeftirlitinu og kröfðust þess að fá hvers kyns upplýsingar um einkahagi hjónanna. „Þeir vildu fá að vita um hluti eins og reikninga og búðarferðir, hvort þau greiddu sam- an reikninga og hvort þau versluðu saman," sagði Sigurlaugur mágur Pashars. Pashar hefur mánuðum saman reynt að ná fundi með ráð- herra til að geta fengið íslenskan rfk- isborgararétt. Tuttugu þúsund Við getum haldið áfram og rifjað upp hjartnæma sögu af vinkonum Eiríks Vernharðssonar sem vilja hjálpa honum að eiga skemmtileg jól með sonum sínum tveimur. Eiríkur er MS-sjúklingur, mikið lamaður en léttur í lund. Þegar hann hefur greitt húsaleigu og annan fast- an kostnað á hann eftir tuttugu þús- und krónur af bótum sínum til að lifa af mánuðinn. Hon- um finnst verst að hafa ekki meiri peninga til þess að geta notið stundanna með sonum sínum, sem er sá tími sem honum er dýr- mætastur. Tuttugu þúsund. Það er það sem ætlast er til þess að Hiríkur , Vernharðs- son komist, af með á( mánuði. Duglegur maður sem varð fyrir því óláni að veikjast af hrömunarsjúk- dómi. í desember myndast langar raðir hjá hjálparstofnunum frá fólki sem sér engin önnur, ráð en að leita stuðnings hjá öðrum til að eiga fyrir útgjöldum jólanna. Langar raðir vom hjá Mæðrastyrksnefnd og stöð- ugur straumur kvenna sem em reiðubúnar að biðja um ölmusu leggur á sig biðina til að geta haldið jól með fjölskyidum sínum. „Fólk er alltaf tilbúið að þiggja það sem er ókeypis," vom viðbrögð forsprakka ríkisstjórnarinnar. Ómannúðlegar aðstæður Enn einn hópurinn sem við höf- um fjallað um hér í DV er fangar. Þeir em vistaðir í fangelsum sem em ekki mönnum bjóðandi, meira að segja að mati forstjóra Fangelsismálastofnun- ar, Valtýs Sigurðssonar. Mogginn vitnar þannig í Valtý: „Miðað við nú- verandi aðstæður [er] ekki hægt að bjóða upp á árangursríka meðferð fýrir fanga og í t sumum tilvikum [em] aðstæður beinlfnis i ómannúðlegar." Val-1 týr má þó eiga það! að hann er að reyna | að bæta úr. Okkur er J sagt að í fangelsum landsins sitji menn inni í klefum sín-^ k um, horfi í gaupnir' isér og vilji ekki horfast í augu við hfið. Einn fangi sem við ræddum við sagði manninn í næsta klefa ekki vilja lifa lífinu: „Hann sér ekki ljósið". Hann þurfti að bíða í þrjár vikur eftir viðtali við hjúkmnarfræðing. Jæja. Til að setja þetta í samhengi er hér vitnað til orða í blaðinu í gær. Þar var rætt við Guðrúnu Dögg Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu íslands. Það var talað við hana undir fyrirsögn- inni: Hvemig er að vera fjársvelt? Ástæðan: Ríkisstjómin hefur ákveð- ið að taka peningana sem stofriunin hefur fengið síðustu ár af henni og áhöld em um hvort henni takist að starfa áfram. Guðrún velti fyrir sér ástæðu þess að hér á landi væm ekki til opinberir peningar til að reka mannréttindaskrifstofú: „Ef til vill hlýst þetta af því að íslendingar telja að hér á landi séu ekki framin mannréttindabrot. Það er þó alveg ljóst að víða er pottur brotinn, til dæmis eiga aldraðir, fatlaðir og út- lendingar undir högg að sækja og enn eigum við langt í land á sviði jafriréttismála." Það er í það minnsta þannig að á meðan rfldsstjórnin leggur töluvert undir til að taka peninga f frá lítilli stofnun sem á að vinna að framgangi mannréttindamála eyðir hún svipuðum, ef ekki hærri upphæð- um, til að kaupa skrípamyndir af Sigmundi á Mogganum. kgb@dv.is Pashar og Þór- katla Njósnað um búðarferðir og reikninga þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.