Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Qupperneq 36
36 LAUCARDAGUR 77. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Ég fékk fyrst áhuga á Finnlandi þegar ég horfði á mynd Jims Jarmusch, Night on Earth. Hún ger- ist eina nótt í fimm leigubflum í fimm mismunandi borgum. Síðasta sagan gerist í Helsinki, þar sem þrír drukknir menn í aftursætinu segja sorgarsögur sínar og leigubflstjór- inn segir sorglegustu söguna af þeim öllum. Skömmu eftir að hafa séð myndina flutti ég til Finnlands og komst að því að þar er enn nóg af sorglegum sögum. Styttra á barinn en í skólann f Helsinki er hverfí sem heitir KaUio sem hefur löngum verið heimili verkamanna, enda barirnir ódýrari þar en víðast annars staðar. Þar þreif ég glugga á daginn og drakk á kvöldin. Ódýru barirnir laða svo með tíð og tíma að sér lista- mennina, og þegar sumir þeirra loks öðlast frægð koma kaypsýslu- mennirnir í kjölfarið sem vilja kaupa bita af alvöru lífsins. Og verð- ið á börunum hækkar. Sum athvörf eru þó enn ósnert, svo sem Roskapankki. Nafnið þýðir ruslbanki, enda ágætis samnefnari fyrir banka almennt. Fyrir ofan Roskapankki býr Ari Peltonen sem var í eins manns hljómsveitinni Paska sem hætti vegna tónlistarlegs ágreinings. Hann heldur þó enn við og við Paskafestivai, þar sem hann syngur dúett við alteregóin sín Paska og Jeesus. Roskapankki er einn af tveimur mestu byttubörunum í Helsinki. Hinn er Pub Pete, sem var einmitt gamli hverfispöbbinn minn þegar ég var skiptinemi í Helsinki. Pub Pete er staðsettur beint á móti stúd- entagörðunum, þó að stúdentar reyni flestir að hraða sér þar fram- hjá. En þeir voru ófáir á árum áður sem áttuðu sig á því að það var styttra að fara á barinn en í tíma, og þeir sitja þar enn, árum og áratug- um síðar, og segjast vera að vinna að lokaritgerðum sínum. íslenskur rithöfundur ruddi brautina Mér hafði yfirleitt tekist að feta mflliveginn mflli ölvunar og mennt- unar án þess að lenda röngu megin við annaðhvort, og ég var brátt tek- inn í hópinn, aðaUega vegna þess að mér var ruglað saman við einhvern íslenskan rithöfund sem hafði drukkið þar á árum áður. Hver það var hef ég aldrei komist að, enda ekki víst að hann hafi enn fengið tnokkuð útgefið. Mögu- lega mun einhver ís- ! Valur rifjaru k sorgll Kwmörg Valur Gunnarsson, rifjar upp þunglyndi og sorg I landi hinna jvörgu vatna. Bréf frá Finnlandi lenskur nemi koma þangað í fram- tíðinni og vera ruglað saman við mig. Spurning er hvort betur hafi farið fýrir mér þá. Á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum var karókí. Menn sýndu mikinn metnað í þeirri listgrein, og tóku áberandi framförum á milli kvölda. Meðal fastagesta voru Igor sem vann á hóteli ofar í götunni og var þess á mflli á barnum, og svo Ju- anito og Theodor. Juanito og Theodor höfðu lifað undarlega samstæðmn lífum. Junito, sem hét í raun Juan en var kaUaður Juanito vegna smæðar sinnar, var af dverg- vöxnum indjánaættbálki í Bólívíu sem var ofsóttur af stjórnvöldum. Theodor var frá Búrúndí en vfldi aldrei segja noklcrum manni hvort hann væri Hútúi eða Tútsi. Báðir höfðu þeir fengið pólitískt hæli í Sovétríkjunum, og báðir höfðu þeir endað sem fastagestir á sama bar í Helsinki eftir að Sovétríkin hrundu. Að sjálfsögðu þoldu þeir ekki hvom annan. Fastagestir Pub Pete og Roskapankki héldu svo árlega fót- boltamót þar sem þeir spiluðu við hvorn annan. Pup Pete-menn em vafalaust meiri menningarvitar, og fóm yfirleitt haUoka í boltanum gegn KaUio-hýenunum í Roska- pankki, eins og þeir köUuðu sig. Drykkja og aftur drykkja Tveir bestu vinir mínir í Finn- landi vom þeir Janne og Sami, sem unnu báðir á bensínstöðinni hinum megin við götuna þar sem ég bjó. Ég hafði spjaUað við þá þegar ég kom inn á næturnar og keypti pylsur og klám, og eitt sinn hitti ég Janne á Vappu, 1. maíhátíðinni, sem er ein helsta fyUeríshátíð þeirra Finna. Okkur varð vel til vina, og það varð úr að ég bjó hjá honum næst þegar ég kom til Finnlands. Annar vinur þeirra var Teumo. Að drekka með honum þýddi ekki að drekka þang- að til barirnir lokuðu, eins og hjá okkur hinum. Það þýddi að drekka þangað til bankareikningurinn var tómur og búið að slá lán hjá öUum sem hægt var að slá lán hjá. Hann ferðaðist aUtaf um miða- laus í neðanjarðarlestinni eins og fleiri, en eitt skiptið þegar hann var tekinn af stmmpunum, eins og við köUuðum miðaverðina, tók hann þá ákvörðun flýja og hljóp inn í lestar- göngin. Miklar tafir urðu á neðan- jarðarlestarkerfi borgarinnar þegar stöðva þurfti aUa umferð, en Teumo komst undan í það skiptið. Leið hans lá þó enn niður á við. Enu sinni droppaði hann sým og ákvað þá að að ræna strætó. Hann otaði hníf að strætóbflstjóranum sem af- henti honum uppsafnað farmiða- klinkið. Teumo sneri að því búnu við, en hrasaði í stigaganginum, féU á jörðina og braut í sér tennurnar. Þar lá hann þegar löggan kom á svæðið. Þó vænkaðist hagur hans um stund þegar hann vann einhvern stærsta lottóvinning í sögu Finn- lands. Hann tók féð og stakk af frá öUum skuldunum sem hann skuld- aði vinveittu jafnt sem óvinveittu fólki, og fór til Amsterdam. Þar lést hann nokkrum mánuðum síðar af ofneyslu. Góðkynja æxli breytti öllu Sami varð barþjónn á Last Hope- barnum, bæði í efrú og anda. Hann bjó með tveimur stelpum, einni frá Lapplandi og hinni frá Eistlandi, og svaf hjá þeim báðum þangað til þær tóku saman við hvora aðra. Þegar ég hitti hann var hann yfirleitt ftfllur, hvort sem hann var í vinnunni eða ekki. Ákveðnir aðilar voru að reyna að fá hann til að nota aðstöðu sína á barnum til að selja eiturlyf, en hann hafði ekki látið undan. Ekki enn. Janne, sem var og er einn af mín- um bestu vinum, var kominn með kærustu sem hann bjó með, vann við að skrifa tölvuleikjagagnrýni í tímarit og var við það að klára MA- próf í ensku. Hann var greindur með góðkynja heilaæxh, og lækn- arnir ákváðu að best væri að fjar- lægja það tíl öryggis, þó að lítil Bréfritari Vali finnst, rétt eins og Þorgrími Þráins synfgott aðfásér vindil t útiöndum. Allt í blóma föhniicr fjftur Blómaverslun • Laugavegi 61 • Sími: 551 4456 J .A.2. irLL L Vfefr Mvpr muniir pr PMn^tnknr í Veitum einstaklingum og fyrirtœkjum faglega þjónustu í vali á gjöfum viö öll tœkifœri. 1 I V v 1 I 1 1 U 1 1 U 1 G 1 t/ 1 I 1 O 1 V_J rv U 1 Sjáum um innpökkun og allan frágang. handbragð.^^ ? 11 * * ‘ ií 4\ 'I 1 A. ÉL . hætta stafaði af því, þar sem að- gerðin virtist einföld. Hann vaknaði eftir aðgerðina lamaður á hægri hlið lflcamans. Tölvublaðið fór á haus- inn og kærastan flutti til Suður-Am- erflcu. Hann hefur smám saman verið að fá aftur tilfinninguna í hægri hlið líkamans, þó hún verði líklega aldrei fullkomnlega starfhæf aftur, og vonast til að klára gráðuna á næstunni. Missti tvær mæður Sorglegasta sagan sem ég heyrði í Finnlandi sagði þó leigubflstjóri mér á Pub Pete. Mamma hans var frá KareUuskaga, sem Finnar misstu í seinni heimsstyrjöld. AUur íbúarnir, um hálf mflljón, voru flutt- ir í burtu áður en Rauði herinn kom. Flesúr áttu erfitt með að aðlagast nýjum heimilum sínum eftir stríðið og var oft ekki vel tekið af íbúum Helsinki sem þurftu að fást við kreppu eftirstríðsáranna. Móðir hans var vistuð á geð- veikraheimili, þar sem hún stökk út um gluggann. Föður sinn þekkti hann aldrei. Honum var komið í fóstur hjá annarri konu sem reynd- ist honum vel, en hún lést úr hvít- blæði þegar hann var nýkominn á unglingsár. Þannig hafði hann ekki aðeins misst eina móður, heldur tvær. Hann komst seinna að því Roskapankki er einn af tveimur mestu byttu- börunum í Helsinki. Hinn er Pub Pete, sem var einmitt gamli hverfispöbbinn minn þegar ég var skipti- nemi í Helsinki. Pub Pete er staðsettur beint á móti Stúdentagörð- unum, þó að stúdentar reyni flestir að hraða sér þar framhjá. hver faðir hans var, og stundum þegar hann er búinn á vakt leggur hann fyrir utan hjá honum og býð- ur eftir að hann sjái hann ganga inn. En hann hafði aldrei talað við hann. Finnar segja ekki margt, en það sem þeir segja meina þeir. Og Finn- land er staður fyrir sorgina, því ein- hvers staðar verður hún að fá að vera. Matti Pellonpaa Uppáhaldsleikari Kaurismaki-bræðra sem lék leigubll- stjórann Mika t Night on Earth en fékk hjartaáfall og lést 44 ára gamall. Ljós- mynd afhonum er enn uppi á bar Kaurismaki-bræöra IHelsinki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.